Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 27

Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 27
RÆTT VIÐ HAGALÍN SJÖTUGAN 173 skáld, sem þá dvaldi í Þýzkalandi, skrifaði mér og fór einmitt lof- samlegum orðum urn þá sögu. Næsta bók mín var svo Kristrún i Hamravik, en með Sturlu í Vogum, sem ég hugsaði úti í Danmörku og Svíþjóð, er ég dvaldist þar í sex eða sjö mánuði ái'ið 1936, má segja, að ég tæki að nýju upp þráðinn við ritstörfin af fullum krafti og hef vart slakað á síðan. Þú minntist á, að þú hefðir ánetjast ýmsum fleiri störfum á ísafirði, en þú hefur þegar sagt frá. Varstu þar ekki í bœjarstjórn og forseti beejarstjórnar í mörg ár? Jú, ég kom í bæjarstjórnina árið 1934 og það leiddi síðar af sér margvísleg störf á sviði bæjar- og atvinnumála. Ég var til dæmis hálfan annan áratug formaður skólanefndar og fleiri nefnda og formaður útgerðarfélaga og Rækjuverksmiðjunnar. Þegar það réðst, að ég færi fyrst í franrboð til bæjarstjórnarkosninga, var það að af- stöðnum prófkosningum, og ég hygg, að þeir aðilar senr úrslitum réðu um það, hve mikið fylgi ég hlaut, bæði þá og síðar, hafi ein- mitt verið sjómennirnir, senr ég hafði alltaf gaman af að ræða við og kynntist nrjög náið, svo og hinir almennu gestir bókasafnsins. Þegar ég svo síðar fór að hafa afskipti af ýmsum atvinnumálum og fyrirtækjum í bænum, fannst mér ég vera í líkunr sporunr og for- eldrar nrínir forðum, þá er þau höfðu mest mannaforráð, og þótti sem þeim bæri skylda til þess að sjá vel fyrir því fólki, sem hafði falið þeinr forsjá sína — sumt mikinn hluta ævinnar. Já, nú fann ég það skyldu nrína, að vinna þessi störf af árvekni og samvizku- semi, og í sem beztri samvinnu við aðra menn svipaðs sinnis — og þá ekki sízt reyna að stuðla að aukinni atvinnu og bættri af- komu bæjarbúa. í sambandi við þetta kynntist ég mjög vel lífskjör- um og hugsunarhætti svo að segja hvers einasta manns, og ég held mér sé óhætt að fullyrða, að ég lrafi þekkt, ekki aðeins með nafni, hvern einasta ísfirðing allt niður í átta ára börn, en þegar ég fór frá ísafirði, voru íbúarnir þar 2700. Auk bæjarbúa sjálfra kynntist ég líka fjölda manns í nágrannasveitum, og allt fannst mér þetta furðu traust og tryggt fólk. Og það kunni vel að meta það, sem með því var unnið að sameiginlegum velferðarmálum. Eins og ég tók fram áður, hef ég alltaf metið Vestfirðinga mikils, ekki aðeins þá, sem ég kynntist þar í bernsku minni, heldur og einnig hina, sem ég umgekkst á þessu síðara tímabili dvalar minnar vestra. Ótrúlega margir Vestfirðingar eru gæddir mikilli skopskyggni, án þess þó að vera illkvittnir eða beizkir, og það var mér vel að skapi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.