Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 17

Eimreiðin - 01.09.1968, Qupperneq 17
RÆTT VIÐ HAGALÍN SJÖTUGAN Guðmundur Gíslason Hagalín rithöfundur varð sjötugur hinn 10. október síðastliðinn, en hann fæddist að Lokinhömrum í Arn- arfirði 10. október árið 1898. í tilefni þessara tímamóta í ævi Hagalíns hittum vér hann að máli og ræddum við hann um eitt og annað varðandi ritstörf hans og önnur viðfangsefni, sem hann hefur einkum gefið sig að, svo og um sitthvað annað, sem á daga hans hefur drifið, og um viðhorf hans til tilverunnar almennt. Eins og alþjóð er kunnugt, eru afköst Hagalíns á sviði ritstarfa og marg-víslegra annarra menningarmála með slíkum ólíkindum, að ætla mætti að hann sé ekki einhamur, en þess ber þá að geta, að hann hefur tíðast ætlað sér lengri vinnudag en almennt gerist, og er ekki óalgengt að hann sé seztur við skrifborð sitt klukkan fimm að morgni, og í þessu efni gefur hann sér ekkert eftir enn, þótt æviárin séu orðin sjötíu. Frumsamdar bækur hans eru nú líka komnar á sjötta tuginn, en auk þess hefur hann þýtt á íslenzku mörg erlend bókmenntaverk, og blaða- og tímaritsgreinar hans mundu áreiðanlega fylla margra binda verk, væri þeim safnað til bókar. Megineinkenni á flestum af ritverkum Hagalíns grundvall- ast á alhliða þekkingu hans á sögu og menningu þjóðarinnar að fornu og nýju, næmum skilningi og innsýn í lifnaðarhætti og lífs- stríð fólks til sjávar og sveita, ást hans á þjóðlegum sérkennum og arfleifð, trú hans á manngildið og tignun á andlegu og líkamlegu atgervi og síðast en ekki sízt jákvæðri afstöðu hans til alþýðunnar, enda hefur íslenzkt alþýðufólk: sjómenn, bændur og verkafólk, tíð- um orðið honum uppistaðan og uppspretta í sannkallaðar hetju- sögur, og hefur hann því verið talinn brautryðjandi í ritun íslend- ingasagna hinna nýrri. Þó að Guðmundur Hagalín hafi um áratugi verið afkastamesti og einn allra fremsti rithöfundur landsins, hefur hann jafnframt fengizt við fjölmörg verkefni önnur — og nú síðast verið bókafull-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.