Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Side 32

Eimreiðin - 01.09.1968, Side 32
178 EMREIÐIN þarf, eins og krakkar í skóla, að sæta nokkuð ströngum aga um hríð. Hún mun sætta sig furðanlega við hann, eins og börnin í skólanum, þegar þau finna, að sú styrka hendi, sem stjórnar þeim, vill þeim vel. Þú spurðir um afstöðu mína til trúmála. Því er fljótsvarað. Guðs- trúin og hjátrúin hafa ávallt verið geysi sterkir þættir í eðli mínu, þættir, sem ég vildi ekki án vera og hefði ekki getað án verið. En mér hefur fundizt ég hafa haft svo mörgu að sinna um dagana og þurfa svo mörgu að kynnast, að ég hef ekki gefið mér tíma til þess að gerast trúboði eða búa aðra undir eilífðina. En varðandi sjálfan mig hef ég hugsað sem svo: Úr því að ég hef komizt sæmilega út af flestu hérna megin í hópi misjafnra manna — mundi ég þá ekki mega eiga von á því, að komast einnig sæmilega af við máttar- völdin hinum megin, þegar þar að kemur? Einn þdttnr er ótalinn enn i ritstörfum Guðmunclar Hagalins, en það er ritstjórn hans d ýmsum blöðum og timaritum, og vér inn- um liann ndnar eftir þessu: Ég hef áður minnzt á það, að ég var ritstjóri austur á Seyðisfirði, þegar ég var rúmlega tvítugur. Ég ritstýrði þar tveimur blöðum, Austanfara og Austurlandi, og skrifaði þau að mestu leyti einsam- all. Þetta voru vikublöð, fjórar síður, og voru venjulega tvær af þeim auglýsingar. Síðan hef ég ritstýrt blaðinu Skutli á ísafirði um nokkur ár, svo og nokkrum tímaritum. Til dæmis hef ég verið ritstjóri Dýraverndarans í 15 ár. Ég hef alltaf verið dýravinur, og dýrin hafa verið vinir mínir. Maður veit alltaf, hvar maður hefur dýrin. Þess vegna hefur mér þótt vænt um þau og þótt full þörf á að stuðla að því, að réttur þeirra væri ekki fyrir borð borinn. Þá er kannski rétt að geta þess hér, að ég varð ritstjóri Eimreiðarinnar, þegar Félag íslenzkra rithöfunda tók að gefa hana út á sínum tíma. En það var aðeins bráðabirgðaráðstöfun, og ég ætlaði mér aldrei að vera það lengur en þar til annar maður kæmi, sem gæti sinnt þessu starfi og gefið því meiri tíma en ég hafði völ á. Um sama leyti var ég ritstjóri Skmfaxa, og gerði ég það einkum til þess að koma í veg fyrir að hann sálaðist, en góðærin undanfarna áratugi hafa orðið mörgum tímaritunr skeinuhætt, eins og góðæri vilja tíð- um verða margvíslegri menningarstarfsemi, bæði hérlendis og ann- ars staðar. í skjóli slíkra tíma þrífast betur ýmis konar sorprit og afþreyingabókmenntir, en gömul og góð tímarit berjast í bökkum.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.