Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 32

Eimreiðin - 01.09.1968, Blaðsíða 32
178 EMREIÐIN þarf, eins og krakkar í skóla, að sæta nokkuð ströngum aga um hríð. Hún mun sætta sig furðanlega við hann, eins og börnin í skólanum, þegar þau finna, að sú styrka hendi, sem stjórnar þeim, vill þeim vel. Þú spurðir um afstöðu mína til trúmála. Því er fljótsvarað. Guðs- trúin og hjátrúin hafa ávallt verið geysi sterkir þættir í eðli mínu, þættir, sem ég vildi ekki án vera og hefði ekki getað án verið. En mér hefur fundizt ég hafa haft svo mörgu að sinna um dagana og þurfa svo mörgu að kynnast, að ég hef ekki gefið mér tíma til þess að gerast trúboði eða búa aðra undir eilífðina. En varðandi sjálfan mig hef ég hugsað sem svo: Úr því að ég hef komizt sæmilega út af flestu hérna megin í hópi misjafnra manna — mundi ég þá ekki mega eiga von á því, að komast einnig sæmilega af við máttar- völdin hinum megin, þegar þar að kemur? Einn þdttnr er ótalinn enn i ritstörfum Guðmunclar Hagalins, en það er ritstjórn hans d ýmsum blöðum og timaritum, og vér inn- um liann ndnar eftir þessu: Ég hef áður minnzt á það, að ég var ritstjóri austur á Seyðisfirði, þegar ég var rúmlega tvítugur. Ég ritstýrði þar tveimur blöðum, Austanfara og Austurlandi, og skrifaði þau að mestu leyti einsam- all. Þetta voru vikublöð, fjórar síður, og voru venjulega tvær af þeim auglýsingar. Síðan hef ég ritstýrt blaðinu Skutli á ísafirði um nokkur ár, svo og nokkrum tímaritum. Til dæmis hef ég verið ritstjóri Dýraverndarans í 15 ár. Ég hef alltaf verið dýravinur, og dýrin hafa verið vinir mínir. Maður veit alltaf, hvar maður hefur dýrin. Þess vegna hefur mér þótt vænt um þau og þótt full þörf á að stuðla að því, að réttur þeirra væri ekki fyrir borð borinn. Þá er kannski rétt að geta þess hér, að ég varð ritstjóri Eimreiðarinnar, þegar Félag íslenzkra rithöfunda tók að gefa hana út á sínum tíma. En það var aðeins bráðabirgðaráðstöfun, og ég ætlaði mér aldrei að vera það lengur en þar til annar maður kæmi, sem gæti sinnt þessu starfi og gefið því meiri tíma en ég hafði völ á. Um sama leyti var ég ritstjóri Skmfaxa, og gerði ég það einkum til þess að koma í veg fyrir að hann sálaðist, en góðærin undanfarna áratugi hafa orðið mörgum tímaritunr skeinuhætt, eins og góðæri vilja tíð- um verða margvíslegri menningarstarfsemi, bæði hérlendis og ann- ars staðar. í skjóli slíkra tíma þrífast betur ýmis konar sorprit og afþreyingabókmenntir, en gömul og góð tímarit berjast í bökkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.