Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 13
ELSA SIGRIÐUR JONSDOTTIR Hugmyndafræði leikskóla og sérkennslu I Uppeldisáætlun fyrir leikskóla (1993) má lesa um þá hugmyndafræði sem ríkt hef- ur í leikskólauppeldi á Vesturlöndum. Þrjár meginstefnur hafa haft mest áhrif. Fyrst má telja rómantísku stefnuna en fylgjendur hennar telja að það sem kemur innan frá barninu sé mikilvægasti þroskavaldurinn. Stefnan á rætur að rekja til Rousseau og í anda hennar stofnaði Froebel, sem kallaður hefur verið „faðir leikskólans", fyrsta leikskólann 1839. Algjör andstæða rómantísku stefnunnar er menningarmiðlunar- stefnan. Þá er lögð áhersla á að miðla hinni uppvaxandi kynslóð þekkingu og menn- ingararfi fortíðarinnar. Litið er á barnið sem tiltölulega óvirkan móttakanda en starf uppalandans felst í beinni kennslu og ákveðnum fyrirmælum. Þriðja stefnan í leik- skólauppeldi hefur verið nefnd framfarastefnan og byggist á hugmyndafræði Johns Deweys sem lagði áherslu á að virkja athafnaþörf barnsins og vekja áhuga þess. Hann taldi barnið fært um að læra af eigin reynslu, athöfnum og áhuga. Hugmyndafræði leikskólauppeldis og hugmyndafræði sérkennslu eiga að mörgu leyti sameiginlegan uppruna. Kenningar Maríu Montessori sem hafa haft mikil áhrif á leikskólauppeldi eru runnar frá Froebel en einnig frá hugmyndum Itard og Seguin, sem voru frumkvöðlar í kennslu fatlaðra, og vinnu Montessori sjálfrar með fötluðum börnum. Einnig hafði Margaret Macmillan, einn af frumkvöðlum leikskólauppeldis í Bandaríkjunum, mikinn áhuga á þeim börnum, sem nú á tímum væru talin vera „áhættubörn" (Safford, 1989). En frá sameiginlegu upphafi almenns leikskólauppeldis og sérkennslu þróuðust ólíkar stefnur (Safford, 1989; Spodek og Saracho, 1994). I almennu leikskólauppeldi réð viðhorf rómantísku stefnunnar miklu, barnið átti að þroskast sjálft, ráða ferðinni og springa út eins og blóm. Ekki var talið aðalatriði að efla sérstaklega vitsmuni barnsins, en miklu skipti að barnið væri í góðu andlegu jafnvægi og vel þroskað til- finningalega. Áhugi barnanna átti að vera hreyfiaflið sem knúði leikskólastarfið á- fram. Börnin áttu sjálf að velja viðfangsefni, þau áttu ekki að sitja og hlusta óvirk og áhugalaus heldur vera virk og skapandi. Litið var á barnahópinn sem mikilvægt uppeldistæki og að barnið lærði með því að leika sér. Álitið var heppilegast að leik- skólakennarinn stjórnaði óbeint því sem gerðist á deildinni (Safford, 1989; Uppeldis- áætlun fyrir leikskóla, 1993). Leikskólauppeldi fyrir börn með sérþarfir þróaðist í aðra átt. Þar var tekið meira mið af sérkennslu fyrir skólabörn eða jafnvel meðferð fatlaðra á stofnunum. Líkt og í menningarmiðlunarstefnunni réð atferlisstefnan ríkjum og áætlanir voru settar upp eftir forskrift hennar með markmiðum og kennsluaðferðum sem voru ólíkar því sem tíðkaðist í almennu leikskólauppeldi. Oft varð skerðingin sem hamlaði aðalatriðið og barnið sjálft sást jafnvel ekki fyrir fötluninni. í almennu leikskólauppeldi er oft talað um að uppeldi miðist við „allt barnið"2, allir þroskaþættirnir skulu hafðir í huga. En þegar um leikskólabarn með fötlun var að ræða var einblínt á það sem var „að" og reynt að bæta úr því. Áhersla var lögð á einstaklingskennslu og starfinu var mjög 2 Talað er um „the whole chilci" þegar verið er að leggja áherslu á að þroskaþættir barnsins séu háð- ir hver öðrum. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.