Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 20
O G ÉG LÍKA?"
skemmi fyrir öðrum börnum eða eitthvað þannig að sko það verður náttúrulega rosa-
lega mikið að koma í veg fyrir það." Annar starfsmaður ræddi um dreng sem hún
veitti sérstakan stuðning og sagði að hann þyrfti alveg manneskju með sér. Aðspurð
segir hún að „hann náttúrulega kannski myndi trufla" og svo þurfi að útskýra fyrir
honum og svo sé hann svo dettinn enn þá. En það virtist vera aðalatriðið að hann
truflaði ekki starfið sem var miðað við hin börnin. Sumir telja að fötluð börn séu ekki
velkomin nema með því skilyrði að þau samlagist hópnum.
Avinningur eða einungis vandamál
En einnig kom fram að barn með fötlun getur verið ávinningur fyrir leikskólann.
Svana þroskaþjálfi segir að hún trúi því, að ófötluð börn hafi gott af því að umgang-
ast börn með sérþarfir, „þau læra þá frá upphafi að það eru ekki allir eins". Svana
segir að það sé að vissu leyti innifalið í leikskólauppeldi að reynt sé að steypa alla í
sama mót. Öll börn eiga að sitja kyrr, öll börnin eiga að gera eins. „Þetta er út af fyr-
ir sig ekkert ofsalega jákvætt", segir Svana. Fötluðu börnin á deildinni verða mótvægi
við þá kröfu að allir séu eins og hún telur því að ófötluðu börnin hagnist á veru hinna
fötluðu í leikskólanum og þau verði víðsýnni og umburðarlyndari. Svana nefnir líka
að börn með fötlun njóti góðs af skipulaginu í leikskólanum, því að þar séu almenn-
ar reglur sem gildi og öll börnin þurfi að fara eftir þeim. Á sérdeild fyrir fötluð börn
er miklu síður hægt að láta slíkar reglur gilda. Svana telur að fyrirmyndin sé börnun-
um mikilvæg. Þau sjá það fyrir sér að það er hægt að sitja kyrr við matarborð eða í
samverustund og þau læra af hinum börnunum að leika sér.
í Leikborg er horft gagnrýnum augum á starf í þágu alls barnahópsins. Það kem-
ur ófötluðum börnum til góða, því að við það verða sérþarfir allra barna sýnilegri og
frekar brugðist við þeim. Ef til vill er starfsfólk í leikskóla með fjölbreytilegum barna-
hópi næmara á öll börn og þarfir þeirra en starfsfólk sem umgengst einsleitan barna-
hóp.
Viðurkenning og virðing
Berit Bae, norskur uppeldisfræðingur, sem mikið hefur rannsakað samskipti barna,
telur viðurkenningu (1996) forsendu góðra samskipta og grundvöll að þroska barns-
ins. Að viðurkenna einhvern felur í sér: „Ég viðurkenni þig sem einstakling með rétt-
indi, óskerta manneskju með sérstaka sjálfsmynd. Ég leyfi þér að hafa þína reynslu
og upplifanir. Ég þarf ekki að vera sammála þér en ég virði að þetta er skoðun þín"
(Bae, 1996, bls. 132). Bae telur að viðurkenning sé barninu nauðsynleg til að það fái
skilning á því hvert það sé og geti þroskað með sér sterka sjálfsmynd.
Ég sá oft merki um að komið væri fram við börnin af virðingu og þau viðurkennd.
Mér sýndist starfsfólk yfirleitt sýna öllum börnunum mikla lilýju. Fólk var glaðlegt
og brosandi og andrúmsloftið var vinalegt. Þegar börnin koma í leikskólann á
morgnana fylgir foreldrið barninu yfirleitt inn á deildina. Mér sýndist þá vera vinnu-
regla hjá starfsfólkinu að ganga til barnsins og heilsa því hlýlega með nokkrum per-
sónulegum orðum. Oft beygði starfsfólkið sig í hnjánum þannig að það horfði beint
framan í barnið. Ef eitthvað bjátaði á hjá barninu var það tekið í fangið og huggað.
18