Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 22
„OG ÉG LÍKA?"
Málefni Perlu eru fyrst og fremst hennar mál. Dröfn sagði að sér fyndist hún bera
mestu ábyrgðina á Perlu. í huga Drafnar virðist þjálfun Perlu vera greind frá öðru
uppeldi hennar því að hún segir „þá berum við allar á deildinni jafna ábyrgð á börn-
unum ... þó að ég beri ábyrgð á þessu barni í sambandi við þjálfunina". Og þegar
Dröfn getur ekki mætt í vinnuna „þá fær hún [Perla] náttúrulega enga markvissa
þjálfun".
Dröfn tekur Perlu ekki út úr hópnum í stuðningstíma, en hún er samt mjög upp-
tekin af því að hún sé að vinna sérstaklega með Perlu. Hún segir: „Mér finnst stund-
um eins og hin börnin trufli, þegar ég er að gera eitthvað með Perlu, þá kemur alltaf
hópur af börnum ... þá missir hún einbeitinguna." Hin börnin eru þannig heldur til
trafala álítur Dröfn. En hún talar um að hún ætli að stuðla að samskiptum Perlu og
hinna barnanna. Á litlu deildinni í Barnaborg er ekki skipulagt val eins og á eldri
deildunum en á hverjum degi er eitthvert sérstakt viðfangsefni, t.d. vatnssull, tónlist
og hreyfing eða leikur með leir. Og þá segist Dröfn styðja Perlu í því starfi, því að
markmiðið sé að „leyfa henni að taka þátt". Athyglisvert orðalag sem bendir til þess
að þátttaka Perlu sé ekki alveg sjálfsagt mál.
Finna segir að Ragnar þurfi eiginlega manninn með sér. Hún tekur á móti honum
á morgnana, hjálpar honum að borða og fer svo með honum í leikfimi, æfir fínhreyf-
ingar, sinnir málörvun og fylgir honum í þemastund og skipulagðar vinnustundir. Af
þessari upptalningu má sjá að Finna er eiginlega alltaf með honum. Finna er ánægð,
hún segir að það sé mjög gefandi að vinna með Ragnari og hann fari eiginlega aldrei
úr huga hennar.
Framfarir Ragnars hafa verið góðar og mikil ánægja er með leikskólavistina. Finna
býr til áætlun fyrir Ragnar í samráði við ráðgjafa á Dagvist barna (nú Leikskóla
Reykjavíkur) og foreldra Ragnars en deildarstjórinn á deildinni þar sem Ragnar er
kemur ekkert inn í þá vinnu. Finna segir að þegar deildarstjórinn sé að skipuleggja
starfið sé hún „kannski ekki beint sko" með Ragnar í huga, sem bendir til þess að ekki
sé tekið mið af hugmyndafræði náms án aðgreiningar um að skipuleggja skuli starf-
ið út frá öllum börnunum. Þegar ég spurði Finnu hvort hún bæri aðalábyrgðina á
Ragnari svaraði hún: „Jaa, sko það á ekkert að vera þannig. Sko hann á náttúrulega
líka sko að aðlagast fleirum en mér." Ragnar er mjög háður Finnu en nú er Finna
markvisst að reyna að breyta því. En skipulagið í leikskólanum stuðlar ekki að sam-
starfi eða samábyrgð í tengslum við þessi sérstöku börn.
Bæði Finna og Dröfn eru í góðu sambandi við stuðningsbörnin og þær tala um þau
sem „alveg einstök" og þeim þykir greinilega mjög vænt um þau. En það tekst ekki
alltaf svo vel til. Börn með sérþarfir geta verið erfið og þreytandi, framfarir geta lát-
ið á sér standa og heppilegra fyrir bæði börnin og starfsfólk að fleiri annist þau. í slík-
um tilvikum er mikill léttir að vera ekki einn með alla umsjón og ábyrgð.
Dreifð umsjón og óbyrgð
í Leikborg er fleira starfsfólk en endranær í leikskólum vegna þess að þar eru börn
með fötlun. Fyrirkomulagið í Leikborg leyfir að hægt sé að skipta börnunum í litla
hópa, sem einmitt hentar vel þegar börn með fjölbreyttar þarfir eiga í hlut. Allt starfs-
20