Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 28
OG ÉG LÍKA?"
löggan?" spyr þroskaþjálfinn sem er að fylgjast með hlutverkaleiknum í mömmu-
króknum og vill aðstoða Braga við að fá að vera með. Hildur á erfitt með að lyfta
stóru kubbunum þegar verið er að byggja hús, en leikskólakennarinn tekur í hönd-
ina á henni og segir: „Nú skulum við koma í heimsókn inn í húsið." Leikskólakenn-
ararnir segjast þurfa að skynja leikinn rétt og þekkja barnið vel þegar þær eru að
finna hlutverk fyrir það til að komast inn í leikinn.
Það fór oft eftir skipulaginu hvernig til tókst með þátttöku barnanna. Mörg börn
eiga erfitt með að vera í stórum hópi og þau eru mislangt komin í félagsfærni. Sum
börn eru fyrirhafnarsamari en önnur og það er alls ekki bundið við börn með fötlun.
Björg þroskaþjálfi sagði: „Það er fullt af börnum sem eru ekki greind eitt eða neitt sem
þurfa samt voða mikla athygli, stundum þegar ég er með Sigrúnu í leikfimi er miklu
meiri fyrirhöfn að hugsa um einhver tvö önnur heldur en hana sem þó er með hell-
ing af stuðningstímum."
Starfsfólk leikskólanna sagði að það væri afar misjafnt hvernig börnum gengur að
leika sér við félagana. Sumum gengur vel, eru félagslynd og vinsæl en önnur eiga
erfitt með að komast inn í hópinn. Corsaro (1994) talar um það sem algengt vanda-
mál meðal leikskólabarna. Ekki vildi starfsfólkið meina að fötlun væri þröskuldur á
vegi barnanna til vinsælda. Eiginleikar barnsins, aðrir en fötlunin, skiptu meira máli.
Lokaorð
I rannsókninni kom fram að börn með fötlun geta leikið sér og lært með öðrum börn-
um í leikskóla enda réttur þeirra ótvíræður. Til þess að vel takist þarf að huga að
skipulagi starfsins og nota fjölbreyttar starfsaðferðir. Viðhorf starfsfólks skiptir miklu
og samvinna starfsfólks og samábyrgð eru lykilatriði.
Mér sýndist að hægt væri að nota bæði einstaklingslíkanið og félagslega líkanið af
fötlun til þess að skilja hvað var að gerast í leikskólunum. Einstaklingsiíkanið af fötl-
un (Oliver, 1996) þar sem áhersla er lögð á að fötlunina megi rekja til skerðingar
barnsins og meginmarkmiðið sé að „laga" barnið hefur verið ríkjandi um langt skeið
og úthlutun tíma til að koma til móts við sérstöðu barnsins byggist á greiningu á sér-
stökum þörfum þess. En einnig má greina áhrif félagslega líkansins, áhersla er lögð á
að leikskólinn sé fyrir öll börn og að það þurfi að breyta umhverfi og starfsaðferðum
til þess að koma á móts við þessi sérstöku börn.
Ólík viðhorf til barna með fötlun voru áberandi. Hik og vandræðagangur einkenn-
ir stundum framkomu fullorðinna við börn með fötlun og jafnvel einnig við foreldra
þeirra. Lífseigt er það sjónarmið að fötluð börn megi ekki trufla skólastarfið og þátt-
taka þeirra er þannig bundin skilyrðum og enn þá eru á kreiki aðskilnaðarhugmynd-
ir í sambandi við þessi börn. En rannsóknin leiddi einnig í ljós að þar sem börn með
fötlun eru orðnir sjálfsagðir leikskólaþegnar, er komið fram við þau af virðingu og
þau njóta viðurkenningar á við önnur börn. Þegar starfsfólkið sýnir með orðum sín-
um og gerðum að það beri hag allra barna fyrir brjósti og að þau séu öll virðingar-
verð og jafnrétthá, þá læra öll börnin í leikskólanum slík viðhorf, en varla fyrr. í leik-
skólunum voru þannig bæði viðhorf sem buðu þessi börn velkomin og litu á þau sem
26