Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 44
HUGMYNDIR LEIKSKÓLABARNA UM NÁTTÚRUNA
í fyrsta viðtalinu höfðu börnin þrenns konar hugmyndir um hvað yrði um lauf á
haustin. Rúmur helmingur barnanna taldi að lauf myndu hverfa, molna eða leysast
upp eða eins og Hildur orðar það: „Þau fara öll út íbuskann." Tvö börn sögðu að þau
myndu breytast í mold og tvö börn sögðu að laufin myndu hvorki hverfa né brotna
niður heldur bara vera þar sem þau lentu. Það er greinilegt að sú hugmynd, að hugsa
sér að eitthvað sem ekki er hægt að sjá lengur hverfi eða fjúki út í buskann, er ekki
óalgeng. Slíkar hugmyndir komu fram í rannsókn Leach o.fl. (1992) og einnig í rann-
sókn Helldén (1992).
í öðru viðtalinu sagði helmingur barnanna að lauf yrðu að mold og nokkur börn
töluðu enn þá um að lauf hyrfu. Það er athyglisvert að það er ekkert barn sem segir
í þriðja viðtali að laufin hverfi, fjúki burt eða eitthvað þess háttar. Þetta er ef til vill
dæmi um það að börn þurfi tíma til að tileinka sér nýjar hugmyndir. Þau voru farin
að hugsa þetta á öðrum nótum. Börnum sem sögðu að laufin yrðu að mold hafði
fjölgað í þriðja viðtali en ekkert barnanna útskýrði það með niðurbroti lífvera. Þegar
þau voru hins vegar spurð um það hvernig moldin myndaðist voru tvö börn sem
sögðu að ánamaðkar hjálpuðu til við að búa til mold. Þetta var ekki einsdæmi, að þau
gæfu ekki sömu skýringar á því hvað yrði um lauf og aðrar jurtaleifar og hvernig
mold myndaðist.
Það er greinilegt að þau hafa lært að plöntur og lauf verða að mold en hvernig það
gerist er ekki skýrt. Sú hugmynd að lauf rotni og verði að mold kemur einnig fram í
rannsókn Pramling (1994). Hugmyndir barnanna um hvað verði um dýr sem deyja
áður en þau eru étin voru ekki athugaðar í fyrsta viðtalinu. Flest börnin sögðu í öðru
viðtalinu að pöddur, smádýr og bakteríur ætu dauð dýr og vitnuðu gjarnan í sögu
sem var lesin fyrir þau í náttúrufræðiverkefninu þar sem þetta kom fram.
í þriðja viðtalinu komu fram tvær hugmyndir um hvað yrði um dauð dýr. Annars
vegar að það komi stór dýr og éti þau, aðallega rándýr, og síðan að það komi pödd-
ur og bakteríur og éti dauðu dýrin. Sumir voru með báðar hugmyndirnar og þá kom
fyrst eitthvert stórt dýr og síðan borðuðu pöddur og bakteríur leifarnar.
I öðru viðtalinu komu tvö börn inn á að niðurbrot lífvera gæti nýst gróðri og þá
var það pöddukúkurinn sem var áburður fyrir blómin. Ekkert barnanna kom beint
inn á þetta í þriðja viðtalinu en einn drengurinn liefur þó óljósa hugmynd um að
þarna séu einhver tengsl, eins og fjallað verður um hér á eftir.
I umræðunni um niðurbrot lífvera voru börnin einnig spurð að því hvernig mold
myndaðist. í byrjun sagði helmingur barnanna að mold væri búin til af fólki. Mold
væri eins og hver önnur vara sem kaupa mætti úti í búð. Þetta tengist vafalaust
reynslu þeirra af ræktun pottaplantna heima eða í leikskólanum því þá er gjarnan
notuð mold sem er keypt í búð. Oft var það þannig að fyrst svöruðu börnin að mað-
ur keypti moldina, en ef spurt var um moldina úti í náttúrunni þá kom guð til sög-
unnar. Sum börnin sögðu að guð hefði búið til moldina, og þá oft sem hluta af sköp-
uninni og önnur virðast Iíta á jörðina og moldina sem eitthvað sem hafi alltaf verið
til. Tvö þeirra sögðu einnig að moldin yxi og væri jafnvel lifandi. Það að börn hugsa
sér að menn eða guð hafi búið það til sem er í kringum okkur, er einkennandi fyrir
ung börn samkvæmt kenningum Piaget. Sama á við um það að álíta ýmislegt lifandi
42