Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 62
MARKVISST LEIKSKOLASTARF I FJOLMENNINGARLEGU SAMF
É
LAGI
ing starfsfólks á stöðum þar sem lítið er um atvinnutækifæri, meiri samskipti innan
leikskólans þar sem starfsfólk er færra og meiri tengsl innbyrðis í litlu samfélagi.
Undirbúningur fyrir komu erlendu barnanna
í þessum þætti rannsóknarinnar var m.a. spurt hvernig undirbúningi fyrir komu
barnanna hafi verið háttað, hvaða gögn eða upplýsingar hafi verið til staðar um börn-
in og hvernig undirbúningi starfsfólks í leikskólanum hafi verið háttað. Enn fremur
var spurt hvort einhver munur hafi verið á undirbúningi milli hópa barna, þ.e. barna
sem áttu annað foreldri íslenskt, barna sem áttu báða foreldra erlenda og barna flótta-
manna.
í langflestum leikskólum var undirbúningur fyrir komu barnanna sá sami og ann-
arra barna, eða ekki sérstaklega hugað að undirbúningi vegna komu erlendu barn-
anna. Þar var einnig einkennandi að engar eða litlar upplýsingar eða gögn voru til
staðar um börnin við komu þeirra í leikskólann og hefði því lítið verið hægt að und-
irbúa starfsfólkið. Hins vegar kom fram í einum leikskóla, að frá áramótum
2001-2002 hafi verið krafa um að afrit af dvalarleyfi fylgdi umsókn um leikskóla-
pláss. I nokkrum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu var unnið eftir móttökuáætlun,
ýmist frá Leikskólum Reykjavíkur eða áætlun sem mótuð hafði verið í viðkomandi
leikskóla.
Um börn flóttamanna lágu yfirleitt fyrir haldgóðar upplýsingar frá RKI við komu
þeirra. Þá var fjallað um líf nýju barnanna og hvaðan þau komu í leikskólanum fyrir
komu þeirra.
í nokkrum leikskólum voru börnin búin undir komu nýju barnanna með eins til
tveggja daga fyrirvara. Var þeim þá sagt að nýtt barn væri að koma og barnið var síð-
an formlega kynnt við komu þess. Þannig var í einum leikskóla fjallað um hvaðan
barnið kæmi (landfræðilega, sýnt með hnattlíkani) og hvaða tungumál það talaði. í
öðrum leikskóla var talað við börnin um að börn frá öðru landi væru að byrja og að
þau töluðu annað tungumál eða talað um aðra litarhætti og aðrar þjóðir almennt. Þá
var umræða með börnunum sem fyrir voru um það hvernig þau gætu hjálpað nýju
börnunum að læra tungumálið og reglur skólans.
Varðandi undirbúning starfsfólks fyrir komu erlendra barna voru flest svör á þann
veg að starfsfólkið hefði ekki verið búið undir komu erlendu barnanna. I einum leik-
skóla var þó talað um að ef um tungumálaörðugleika væri að ræða væri fenginn túlk-
ur eða sá starfsmaður í leikskólanum sem leiknastur væri í samskiptum að mati leik-
skólastjóra. Þar var aftur undantekning hvað varðar börn flóttamanna, en fulltrúi
RKÍ undirbjó starfsfólkið fyrir komu þeirra og túlkur og stuðningur fyrir börnin
fylgdi. í sumum leikskólum var þess getið að til væri efni um nýbúabörn. Þá var í ör-
fáum tilvikum rætt um meðal starfsfólksins að finna þyrfti leiðir til að útskýra fyrir
foreldrum reglur og til að veita þeim nauðsynlegar upplýsingar.
I fáeinum leikskólum var undirbúningurinn meiri. Þar lágu meiri upplýsingar fyr-
ir, svo sem skýrslur frá læknum varðandi heilsu barnanna og skýrslur um tungu-
málagetu. Einnig beiðni frá félagsmálayfirvöldum um leikskólapláss fyrir börnin. Þá
var starfsfólki sagt frá þjóðerni og litarhætti barns, rætt um fordóma og að taka vel á
móti viðkomandi foreldrum.
60