Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 72

Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 72
MARKVISST LEIKSKÓLASTARF í FJÖLMENNINGARLEGU SAMFÉLAGI íslendinga frekar eða fyrr en annað fólk af erlendum uppruna og lagi sig t.d. fyrr að trúarlegum eða kirkjulegum siðum og venjum hér, svo sem fermingunni. Ljóst er að þá getur þurft að skoða upprunamenningu eða uppruna barnanna í öðru ljósi en æskilegt er talið hjá erlendum börnum, svo sem að gera hana ekki sýnilega. Sem dæmi má nefna að þegar fánar upprunalanda barnanna eru gerðir sýnilegir í leik- skólum, þarf að taka tillit til og kanna hvort foreldrar óska eftir því eða hvort fólkið hefur yfirleitt fána til að hylla. I sundruðu ríki, svo sem fyrrum Júgóslavíu, getur ver- ið erfitt um vik hvað þetta snertir. Fyrst og fremst þarf því að taka tillit til óska fólks, hvernig það skilgreinir sig og hverju það kýs að tilheyra. Það getur verið mjög erfitt að sýna tryggð þeim aðstæðum eða uppruna sem hefur sundrað, eyðilagt og sært. Þetta getur gilt t.d. um flóttamenn og hælisleitendur. í þeirra huga getur það verið léttir að líta á sig sem íslending og laga sig sem fyrst að íslenskum aðstæðum. Mikil- vægt er því að samráð sé haft við foreldra og óskir þeirra virtar er kemur að því að gera menningu þeirra sýnilega í leikskólanum. Brown (1998) fjallar um samskipti starfsfólks leikskóla við foreldra barna af erlendum uppruna. Þar er komið inn á hvernig staða nýju íbúanna í samfélaginu hefur áhrif á bæði viðhorf þeirra sjálfra og starfsfólks leikskólans og móttöku þeirra og barna þeirra í leikskólanum. Allt eru þetta þættir sem taka þarf tillit til þegar erlend börn hefja leikskólagöngu. Varast ber hvers konar flokkun barna og foreldra eftir þjóðerni eða útliti og varast þarf að nota móttökuáætlanir eingöngu sem allsherjarlausn og leið. Samstarf við for- eldra er einnig mjög mikilvægt og taka þarf tillit til menningar foreldra, trúarbragða, siða og venja. Millam (2002) leggur áherslu á hve mikilvægt það er í vinnu með for- eldrum að taka tillit til þarfa þeirra og líðanar. Gera þarf foreldra meðvitaða um starf- ið í leikskólanum og alla þætti sem snúa að barni þeirra. Besta leiðin til að komast að því hverjar þarfir foreldra og barna þeirra eru er að spyrja þá. Viðhorf foreldra geta verið ólík viðhorfum starfsfólks í leikskólum, en ekki má gleyma því að viðhorf starfsfólks innan leikskólans geta líka verið margvísleg. Uppeldisaðferðir eru einnig fjölbreyttar, einnig meðal starfsfólks leikskóla. Á meðan skoðanir og uppeldisaðferð- ir eru ekki taldar skaða barnið, skal taka tillit til þeirra og virða þær. Starfsfólk getur þurft að takast á við fordóma gagnvart foreldrum og foreldrar geta þurft að takast á við fordóma gagnvart starfsfólki leikskólans. I Aðalnámskrá leikskóla 1999 kemur fram að „börn þurfa að læra að hver þjóð hef- ur sín sérkenni og sína sérstæðu menningu sem ber að meta og virða. Þótt þjóðir heims séu ólíkar í siðum og háttum eiga þær að geta lifað saman í sátt og samlyndi í fjölbreytilegu samfélagi þjóða. Leikskólanum ber að rækta virðingu barnanna fyrir öðrum, hver sem uppruni þeirra, lífsviðhorf, tunga eða trúarbrögð eru." (bls. 29). í sama riti segir enn fremur: „Leikskólinn á að hjálpa börnum frá öðrum menningar- svæðum til að vera virkir þátttakendur í hinu nýja samfélagi án þess að þau glati tengslum við eigin menningu, tungu og trú. Þau þurfa að öðlast sjálfsöryggi í hinu nýja umhverfi og tilfinningu fyrir því að þau séu velkomin þar. Þannig halda þau sjálfsvirðingu sinni og styrkja sjálfstraust sitt." (Aðalnámskrá leikskóla 1999, bls. 15). Nauðsynlegt er að umræða skapist meðal starfsfólks leikskóla um hvað felst í þess- um orðum í Aðalnámskrá, því ekki er ljóst af þeim hvernig hentugast er að vinna að þessum málum. Þó eru margar leiðir færar. Grundvöllurinn hlýtur þó að vera að 70
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.