Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 72
MARKVISST LEIKSKÓLASTARF í FJÖLMENNINGARLEGU SAMFÉLAGI
íslendinga frekar eða fyrr en annað fólk af erlendum uppruna og lagi sig t.d. fyrr að
trúarlegum eða kirkjulegum siðum og venjum hér, svo sem fermingunni. Ljóst er að
þá getur þurft að skoða upprunamenningu eða uppruna barnanna í öðru ljósi en
æskilegt er talið hjá erlendum börnum, svo sem að gera hana ekki sýnilega. Sem
dæmi má nefna að þegar fánar upprunalanda barnanna eru gerðir sýnilegir í leik-
skólum, þarf að taka tillit til og kanna hvort foreldrar óska eftir því eða hvort fólkið
hefur yfirleitt fána til að hylla. I sundruðu ríki, svo sem fyrrum Júgóslavíu, getur ver-
ið erfitt um vik hvað þetta snertir. Fyrst og fremst þarf því að taka tillit til óska fólks,
hvernig það skilgreinir sig og hverju það kýs að tilheyra. Það getur verið mjög erfitt
að sýna tryggð þeim aðstæðum eða uppruna sem hefur sundrað, eyðilagt og sært.
Þetta getur gilt t.d. um flóttamenn og hælisleitendur. í þeirra huga getur það verið
léttir að líta á sig sem íslending og laga sig sem fyrst að íslenskum aðstæðum. Mikil-
vægt er því að samráð sé haft við foreldra og óskir þeirra virtar er kemur að því að
gera menningu þeirra sýnilega í leikskólanum. Brown (1998) fjallar um samskipti
starfsfólks leikskóla við foreldra barna af erlendum uppruna. Þar er komið inn á
hvernig staða nýju íbúanna í samfélaginu hefur áhrif á bæði viðhorf þeirra sjálfra og
starfsfólks leikskólans og móttöku þeirra og barna þeirra í leikskólanum. Allt eru
þetta þættir sem taka þarf tillit til þegar erlend börn hefja leikskólagöngu.
Varast ber hvers konar flokkun barna og foreldra eftir þjóðerni eða útliti og varast
þarf að nota móttökuáætlanir eingöngu sem allsherjarlausn og leið. Samstarf við for-
eldra er einnig mjög mikilvægt og taka þarf tillit til menningar foreldra, trúarbragða,
siða og venja. Millam (2002) leggur áherslu á hve mikilvægt það er í vinnu með for-
eldrum að taka tillit til þarfa þeirra og líðanar. Gera þarf foreldra meðvitaða um starf-
ið í leikskólanum og alla þætti sem snúa að barni þeirra. Besta leiðin til að komast að
því hverjar þarfir foreldra og barna þeirra eru er að spyrja þá. Viðhorf foreldra geta
verið ólík viðhorfum starfsfólks í leikskólum, en ekki má gleyma því að viðhorf
starfsfólks innan leikskólans geta líka verið margvísleg. Uppeldisaðferðir eru einnig
fjölbreyttar, einnig meðal starfsfólks leikskóla. Á meðan skoðanir og uppeldisaðferð-
ir eru ekki taldar skaða barnið, skal taka tillit til þeirra og virða þær. Starfsfólk getur
þurft að takast á við fordóma gagnvart foreldrum og foreldrar geta þurft að takast á
við fordóma gagnvart starfsfólki leikskólans.
I Aðalnámskrá leikskóla 1999 kemur fram að „börn þurfa að læra að hver þjóð hef-
ur sín sérkenni og sína sérstæðu menningu sem ber að meta og virða. Þótt þjóðir
heims séu ólíkar í siðum og háttum eiga þær að geta lifað saman í sátt og samlyndi í
fjölbreytilegu samfélagi þjóða. Leikskólanum ber að rækta virðingu barnanna fyrir
öðrum, hver sem uppruni þeirra, lífsviðhorf, tunga eða trúarbrögð eru." (bls. 29). í
sama riti segir enn fremur: „Leikskólinn á að hjálpa börnum frá öðrum menningar-
svæðum til að vera virkir þátttakendur í hinu nýja samfélagi án þess að þau glati
tengslum við eigin menningu, tungu og trú. Þau þurfa að öðlast sjálfsöryggi í hinu
nýja umhverfi og tilfinningu fyrir því að þau séu velkomin þar. Þannig halda þau
sjálfsvirðingu sinni og styrkja sjálfstraust sitt." (Aðalnámskrá leikskóla 1999, bls. 15).
Nauðsynlegt er að umræða skapist meðal starfsfólks leikskóla um hvað felst í þess-
um orðum í Aðalnámskrá, því ekki er ljóst af þeim hvernig hentugast er að vinna að
þessum málum. Þó eru margar leiðir færar. Grundvöllurinn hlýtur þó að vera að
70