Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 98
FÁTT E R REYNSLUNNI FRÓÐARA
væri að kanna nánar til að meta betur ólíkar þarfir eldri og yngri nemenda. Því er enn
mörgum spurningum ósvarað um styrkleika og veikleika óiíkra nemendahópa í há-
skólanámi hérlendis.
Niðurstöður þessar hafa hagnýtt gildi fyrir þá sem koma að stefnumótun og
kennslu eldri nemenda sem hefja nám og þá sérstaklega þeirra sem ekki hafa lokið
stúdentsprófi. Við höfum enga ástæðu til að ætla að niðurstöður þessar eigi ekki við
um nemendur á öðrum skyldum námsbrautum t.d. í grunnskólakennaranámi. Þó
svo nemendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi sýni heldur slakari námsárangur og
að eidri nemendur hverfi frekar úr námi er hugsanlegt að þar sé hópur sem skilar sér
frekar til starfa í faginu, standi sig betur í starfi og verði ánægðari í starfi að námi
loknu. Eldri nemar hafa skýrari markmið í huga og eru ákveðnir í að tileinka sér
þekkingu og færni sem þeir geta nýtt sér í starfi (Graham og Donaldson, 1996; Gra-
ham og Long Gisi, 2000). Þetta eru atriði sem einnig er mikilvægt að kanna nánar og
þarf að hafa í huga í umræðum um inntöku nema, þar sem markmið leikskólakenn-
aranáms er fyrst og fremst að skila leikskólum landsins góðum kennurum.
Rannsóknir sýna að eldri háskólanemar eru virkir og leiðandi í umræðum í
kennslustundum. Þeir leita meira eftir samskiptum við kennara, eru praktískir, líta til
framtíðar og leggja sig fram um að læra hluti sem þeir geta nýtt í starfi. Enn fremur
tengja þeir námið við fyrri reynslu sína og störf (Bradley og Graham, 2000; Graham
og Donaldson, 1996; Graham og Long Gisi, 2000; Howard og Baird, 2000; Howard og
félagar, 1996; Martin og Johnson, 1996). í Bandaríkjunum hafa nokkrir háskólar sett
upp sérhannaða námstilhögun til að koma til móts við eldri nemendur sem ekki hafa
verið í skóla lengi. Sem dæmi má nefna svo kallað Project Achieve fyrir nemendur í
sérkennslu við Gallaudet háskóla. I mati á því verkefni kemur m.a. fram að það komi
eldri nemendum til góða ef hægt er að tengja námskeiðin vinnu þeirra og starfsvett-
vanginum. Eldri nemendur læri betur ef þeir hafi ákveðna félaga sem þeir læri og
vinni með. Einnig er mælt með að eldri nemendur hafi aðgang að leiðbeinendum
(mentors) á starfsvettvanginum (Martin og Johnson, 1999). Við sérkennsludeild Cali-
fornia State University var einnig settur upp sérstakur stuðningur við eldri nemend-
ur (Zetlin, Palmer og MacLeod, 2000). Markmið námsins voru skýrt skipulögð og
voru tengd raunverulegri reynslu, lífi fólks og áhuga. Eftir að hafa rannsakað mun á
eldri og yngri kennaranemum bentu Gonzalez-Rodriguez og Sjostrom (1998) á að
ljóst væri að þessir hópar þyrftu á mismunandi kennslu og stuðningi að halda í nám-
inu. Þær mæltu með ígrundun og gagnrýninni (critical) kennslu og námi. DeBlois
(1993) komst að sömu niðurstöðu og benti á að sjálfsmynd og reynsla eldri og yngri
nemenda væri ólík og taka þyrfti tillit til þess við kennslu þeirra. Hún mælir með ein-
staklingsmiðaðri kennslu, samvinnunámi, áherslu á umræður í tímum og heimapróf-
um fyrir eldri nemendur.
Kennaraháskóli Islands hefur brugðist við og mætt þörfum eldri nemenda sem
ekki hafa lokið hefðbundnum undirbúningi fyrir háskólanám með því að setja á fót
sérstaka námsbraut (Leikskólafræði til diplómu) fyrir þessa nemendur. Þar er lögð
áhersla á námstækni, vinnubrögð, upplýsingatækni og þjálfun í lestri á erlendum
tungumálum auk leikskóla- og uppeldisfræða. Námið tekur tvö ár og eiga nemend-
ur kost á því að fá allt að 30 einingar metnar til B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræð-
96