Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 140
„ÉG VAR SJÖ ÁRA ÞEGAR ÉG ÁKVAÐ AÐ VERÐA KENNARI"
an af ákveðinni virðingu en fara frjálsir ferða sinna um stofuna og ræða talsvert sam-
an um þau viðfangsefni sem þeir glíma við hverju sinni.
Þessar aðferðir Önnu eru í takt við það markmið hennar að efla samskiptahæfni
nemenda. Hún gerir engar athugasemdir þótt þeir spjalli um námsefnið og leiti ráða
hver hjá öðrum. Þeir hafa frelsi til ferðalaga innan rýmisins en þurfa að taka tillit til
samnemenda sinna, þ.e. þeir þurfa að geta gengið um án þess að eiga í árekstrum
hver við annan.
Anna og nemendahópurinn ræða gjarnan þau mál sem upp koma og þess er gætt
að sjónarmið sem flestra fái notið sín. Oft tengjast umræðurnar vandræðum sem
koma upp í samskiptum milli nemenda eða nemenda og skólans sem stofnunar.
Þannig leitast hún m.a. við að efla samskiptahæfni nemenda.
Talsvert er um að vinna nemenda tengist heildstæðum verkefnum (þemum) af
ýmsum toga. Anna og samkennari liennar segja það til komið vegna þess að þær
leggi ríka áherslu á að einstakir námsþættir tengist hver öðrum þannig að námsefn-
ið korrþ ekki úr lausu lofti heldur myndi samfellda heild. I kennslustofunni birtist
þetta með þeim hætti að nemendur vinna, í lengri eða skemmri tíma, að tilteknu
þema, ýmist einstaklingslega eða í hópum. Námsefni hinna ýmsu greina er sett fram
á fjölbreytilegan hátt en viðfangsefnin eiga það sameiginlegt að taka mið af því þema
sem unnið er með hverju sinni.
Það gerist oftar en einu sinni í kennslustundum hjá Önnu að hún hverfur alveg frá
upphaflegri kennsluáætlun og lætur nemendur ráða för. Við ræðum þetta seinna og
hún segir að þessi sveigjanleiki sé eitthvað sem hún hafi aukið með árunum, þ.e. að
grípa það sem kemur frá nemendum og nota það til innlagnar. Þessar aðferðir bera
vott um öryggi Önnu sem kennara, auk þess sem þær lýsa virðingu hennar fyrir
reynsluheimi barnanna.
í stuttu máli, leggur Anna áherslu á margvíslegar kennsluaðferðir og viðfangsefni
í ljósi þess að nemendur eru mismunandi og þeim henta ólík vinnubrögð. Þannig tek-
ur hún mið af bakgrunni nemenda. Með hliðsjón af líkaninu um uppeldissýn má sjá
að kennsluaðferðir Önnu falla undir þriðja sjónarhorn (sjá töflu 1).
Hver er kennslustíll Onnu?
í skólastofunni umgengst Anna nemendur og ávarpar af mikilli hlýju. Hún gerir tals-
vert af því að ræða bæði við einstaka nemendur og hópinn sem heild. Orðin sem hún
notar um og við nemendur vekja athygli. Hún kallar þau gjarnan Ijúfan, ljúfurinn,
Ijúfust, elskulegust, fallegust, fallegastar, vinkona og vinur. Jafnvel þegar hún er að
setja ofan í við þau notar hún þessi orð: „Heyrðu mig nú elskuleg, finnst pér þettn nú al-
veg nógu gott?" Þessi sérstaka orðanotkun virðist vera henni töm. Nemendur hennar
virðast alvanir henni og kippa sér ekki upp við hana. Þegar hún er innt nánar eftir
orðavali sínu segir hún hana eiga rætur í uppeldi sínu, hún hafi vanist henni þar. Hún
hafi tamið sér þennan stíl fyrir löngu en sé mjög sátt við hann þar sem skólinn eigi að
vera notalegur vinnustaður og hún sjálf sé ákveðin fyrirmynd að samskiptum innan
bekkjarins. Hún segir:
138