Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 143
KATRÍN FRIÐRIKSDÓTTIR OG SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR
um fremur. Þess í stað segist hún nýta sér og tengja ýmsar hugmyndir og aðferðir
sem finna samhljóm við grunnhugmyndir hennar um skólastarf. Hún lítur svo á að
hún sé stöðugt að læra í starfi sínu, auka þekkingu sína og færni. Slíkt viðhorf til
starfsins er talið mikilvægt fyrir ríka fagmennsku kennara og um leið skólaþróun
-(t.d. Atkien og Mildon, 1992; Grimmet og Crehan, 1992).
Starfið er Önnu köllun, sem felur í sér mikla ábyrgð. Hún telur sig geta haft af-
drifarík áhrif á nemandann og framtíð hans í ljósi þess að líklegt sé að einstaklingur
með styrka sjálfsmynd og góða samskiptahæfni verði virkur og nýtur þjóðfélags-
þegn. Við greiningu á uppeldissýn Önnu eftir líkaninu um uppeldissýn kennara (Sig-
rún Aðalbjarnardóttir, 1992a, 1999; Sigrún Aðalbjarnardóttir og Selman, 1997) er Ijóst
að hún hefur einstaklega djúpa og víða sýn á starf sitt. 1 markmiðum sínum í skóla-
starfinu hefur hún bæði skammtíma- og langtímasjónarmið að leiðarljósi, þar sem
hún hugar bæði að því hvað sé best í þágu nemenda hér og nú og eins sem undirbún-
ingur fyrir það sem bíður þeirra í framtíðinni. Um leið vísar hún stöðugt í reynslu
sína frá bernsku og lífsgöngu. Hún setur hugmyndir sínar um kennslu í ákveðið sam-
hengi með því að taka mið af mismunandi getu og bakgrunni nemenda og tengir
framfarir sínar framförum nemenda. Hjá henni má sjá samræmi á milli markmiða,
hvernig hún hyggst ná þeim með fjölbreyttum aðferðum, svo og kennsluaðferða
hennar í bekkjarstarfi og kennslustíls.
Með því að leggja áherslu á lífssögu í tengslum við markmið og kennsluhætti fæst
dýpri skilningur á uppeldissýn kennara. Við öðlumst dýpri skilning á markmiðum
og kennslu Önnu með því að fá innsýn í hvernig hún sér lífssögu sína í samhengi við
starf sitt. Jafnframt hefur mikið gildi fyrir kennara og kennaraefni að ígi'unda tengsl
lífssögu sinnar og hugmynda um kennslu. Við það öðlast þeir grunn til að byggja fag-
legan þroska sinn á (Butt o.fl., 1992; Fischler, 1999). í því ljósi er mikilvægt að þeir sem
standa að kennaramenntun, bæði kennaraefna og starfandi kennara, styðji við bakið
á þeim til faglegs þroska með því að hvetja þá til að ígrunda kennslu sína; gefi þeim
kost á að virða fyrir sér tengsl lífssögu sinnar og hugmynda um kennslu. Þeir ræði
um þessi tengsl, t.d. hvaða þættir það eru úr bernsku þeirra, uppeldi, námi og starfi
sem hafi haft áhrif á þá uppeldissýn sem þeir búa yfir. Persónuleiki hvers og eins
kemur þar einnig við sögu. Þeir meti áhrif þessara þátta og takist á við þær hug-
myndir sem þeir hafa um kennarastarfið og hver áhrif þeirra eru á starf með nemend-
um. Með hliðsjón af rannsóknum á þessu sviði geta kennaraefni og starfandi kennar-
ar jafnframt kynnst og mátað sig við uppeldissýn annarra kennara. Við það getur
sjóndeildarhringur þeirra víkkað. Kennarar eins og Anna hljóta að teljast góðar fyrir-
myndir við þá athugun (sjá t.d. Shulman, 2002; Sigrún Guðmundsdóttir, 1990).
Með slíkri ígrundun ættu kennaraefni og starfandi kennarar að eiga auðveldara
með að átta sig á uppeldissýn sinni; liver þau markmið eru sem þeir vilja stefna að
og hvernig þeim skuli náð. Tóm til slíkrar ígrundunar þarf að gefast og kemur þar til
kasta stjórnenda skóla og kennaramenntunarstofnana.
í stuttu máli, felst gildi rannsókna á þessu sviði í því að öðlast innsýn í hugsun
kennara sem hægt er að byggja á við að víkka og dýpka sjónarhorn þeirra. Með fram-
setningu greiningarlíkansins um uppeldissýn og lífssögu kennara er hugsunin sú að
141