Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 177
ANNA ÞORA BALDURSDOTTIR
Rannsóknir hafa sýnt að samskipti við samkennara geta bæði verið streituvald-
andi og styðjandi og eru það gæði samskiptanna sem ráða mestu um það. Óánægja
og streita starfsmanna í samskiptum við samkennara sína stafar meðal annars af því
að þeir hafa til þeirra óraunhæfar innri væntingar og einnig er algengt að þeir sjálfir
hafi almennt óraunhæfar innri væntingar til starfsins (Chen og Millier 1997, Travers
'og Cooper 1996, Jackson o.fl. 1986).
Starf kennarans fer að mestu leyti fram í samskiptum við fólk og viðhorf hans til
manneskjunnar endurspeglast í starfi hans. í eðli kennarastarfsins liggur að kennari
er oft og tíðum meiri hluta vinnudagsins einn með nemendum sínum með lítil sam-
skipti við samstarfsmenn. Sú staðreynd gerir samskipti við aðra kennara og stuðning
þeirra jafnvel enn mikilvægari (Ingvar Guðnason 1997, Gold og Roth 1993).
Nemendur sem ekki bera virðingu fyrir skólanum og hegða sér illa, draga úr
möguleikum kennarans til að halda uppi virkri kennslu og gera það að verkum að
kennaranum getur fundist hann misheppnaður í starfi. Kennarar líta á foreldra sem
óaðskiljanlegan hluta skólans og telja að stuðningur þeirra hafi veruleg áhrif á skóla-
starf. Ef um stuðningsleysi af hálfu foreldra er að ræða, er það talið tvíþætt: annars
vegar er um að ræða foreldra sem eru áhugalausir og hins vegar foreldra sem eru of
afskiptasamir og treysta kennaranum og skólanum illa (Gold og Roth 1993, Farber
1991). Það eru því margir áhrifaþættir sem lúta að samskiptum við aðra sem hafa
áhrif á það hvernig kennara tekst að rækja starfshlutverk sitt.
Hlutverkaárekstrar og óskýr hlutverk
Rannsóknir hafa sýnt að lilutverkaárekstrar og óskýr lilutverk eru talin meðal mestu
áhrifavalda í kulnunarferlinu og eru oft nefndir sem miklir streituvakar (Chen og
Millier 1997, Friedman 1991, Schwab o.fl. 1986).
Samfélagið gerir vissar kröfur og hefur ákveðnar væntingar um það hvernig hin-
ar ýmsu starfsstéttir rækja starf sitt. Hver staða leyfir ákveðið svigrúm til athafna,
mismikið þó, allt eftir því hvernig samfélagið hefur afmarkað og skilgreint viðkom-
andi stöðu og gert er ráð fyrir að menn „leiki" hlutverk sín í samræmi við það. Hverri
stöðu sem einstaklingur gegnir fylgja fleiri en eitt hlutverk og getur það leitt til
spennu eða togstreitu innra með einstaklingnum sem þarf að velja hvaða hlutverki
hann ætlar að sinna hverju sinni. Með hlutverkaárekstri er átt við það þegar ósam-
ræmanlegar og gagnstæðar kröfur eru gerðar til einstaklings. Á sama hátt getur
myndast stöðutogstreita eða árekstur milli tveggja eða fleiri staða sem fólk gegnir og
neyðist til að velja á milli hverju sinni. Verði þessi togstreita mikil og viðvarandi er
hætta á að frammistaðan verði léleg, starfsvirkni lítil og afköstin ekki í samræmi við
það sem til er ætlast. Ein hugsanleg afleiðing eru neikvæðar tilfinningar um eigið
ágæti sem fagmanns, sem er eitt af einkennum kulnunar (Newstrom og Davis 1997,
Robertson 1987, Kremer-Hayon og Kurtz 1985).
Ef skyldur, ábyrgð, réttindi og markmið sem starfi fylgja eru illa skilgreind er hætt
við að starfsmenn viti ekki til hvers er ætlast af þeim né hvert hlutverk þeirra er, og
því verði þeir óöruggir í stöðu sinni og með hana. Meðvirkandi þættir eru meðal ann-
ars sífellt flóknari verkefni og tækni sem breytist ört ásamt skipulagsbreytingum sem
stöðugt eiga sér stað. Kennara er ætlað að kenna börnum „vel". Hversu mikið þarf
175