Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 211
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR
Hugtakið hæfni er flókið og notað á mismunandi hátt. Stundum er það notað til að
skilgreina kröfur sem gerðar eru til einstaklinga í námi eða starfi. Hér er hugtakið
notað til að fjalla um persónulegan lærdóm og getur það þá bæði merkt ytri drangur
sem er sýnilegur og stundum mælanlegur, t. d. á prófum eða í íþróttakeppni, og
einnig innri undirliggjandi geta eða hugsmíðar sem eru afrakstur innri vinnu eða til-
finningalegrar reynslu (Markus o.fl. 1990, Bandura 1995); þá er litið á hæfnina sem
eins konar persónulegan „farangur" sem nýtist í nýjum verkefnum. Piaget (1969) og
Erikson (1968) notuðu báðir þetta hugtak um slíka innri persónulega getu.
Á undanförnum árum hafa ýmsir fræðimenn sett jafnaðarmerki milli þroska barna
og hæfni þeirra á ýmsum sviðum (sjá t.d. Frones 1995, Sommer 1996); félagsþroski
felst í aukinni hæfni í félagslegum samskiptum og vitþroski í vaxandi hæfni til að fást
við vitræn verkefni. Aðrir fræðimenn (Jensen 2000, Niss 1999) hafa leitast við að skil-
greina ýmsar hliðar, dýptir og víddir í hugtakinu. Hæfni getur birst sem ýmsar teg-
undir af leikni eða kunnáttu, og einnig verið djúp og ósýnileg, til dæmis þegar hún
felur í sér skilning eða sjálfsvirðingu. Því hefur verið haldið fram að hæfni sé aldrei
einungis persónuleg, hún tengist alltaf menningarlegum viðmiðum og gildismati.
Einstaklingurinn skilgreini eigin hæfni út frá ríkjandi gildum í þeim hópum sem
hann tilheyrir og viðmiðanir hinna í mati á hæfni hans geti verið misjafnar, meðal
annars háðar stöðu einstaklings í viðkomandi hópi (Ravn 2000, Karpatschof 1998).
Þá hefur hæfni einstaklinga verið skilgreind sem mikilvæg áhugahvöt til frekari
athafna (White 1959). Rannsóknir hafa sýnt að hæfni einstaklinga vekur áhuga á við-
fangsefnum, og skortur á hæfni - samkvæmt eigin skilgreiningum - dregur úr áhuga
á viðfangsefnum (Deci 1975, Csikszentmihalyi 1990, Bandura 1997).
í rannsókn þeirri sem hér er greint frá er hæfni þátttakenda ekki mæld, heldur er
kannað hvernig þeir skynja og meta eigin hæfni. Margvíslegar rannsóknir hafa sýnt
fram á að álit eða trú á eigin getu hefur áhrif á frammistöðu í verklegum eða huglæg-
um athöfnum, t.d. í námi, og er þess vegna órjúfanlegur þáttur raunverulegrar hæfni
(Markus o.fl. 1990, Bandura 1995, Dweck og Leggett 1988).18
Tengsl við sjálfsmynd nútímaunglinga
Álit einstaklinga á eigin hæfni er hluti af sjálfsmynd þeirra. Fræðimenn og rannsak-
endur hafa annars vegar beint athygli sinni að sjálfsmynd sem huglægu og tilfinn-
ingalegu fyrirbæri, þar sem hugtök eins og sjálfstraust, sjálfsvirðing og sjálfsvitund
(identity) eru í brennidepli, og hins vegar litið á sjálfsmynd sem meðvitaða vitneskju
eða hugmyndir um sjálfan sig, eigin sérkenni og stöðu.
Skýringar á því hvernig meðvituð sjrílfsmynd þróast eru mismunandi. Samkvæmt
kenningu Meads (1972) er slík sjálfsþekking félagsleg afurð, mótuð af þeim skilaboð-
um sem einstaklingurinn fær frá mikilvægum einstaklingum um eiginleika sína og
hegðun, og vinnur síðan úr innra með sér. Aðrir (Bandura 1995, Harter 1990, Markus
o.fl. 1990) telja að sjálfsþekking sé vitsmunalegt ferli og að þróun vitneskju um sjálf-
an sig lúti sömu lögmálum og þróun vitneskju og skilnings á umhverfinu. Sam-
18 Hér er vitnað í hugtökin self-efficacy og self-belief frá Bandura (1997) og learned helplessnes frá
Dweck (1988).
209