Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 211

Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Síða 211
RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR Hugtakið hæfni er flókið og notað á mismunandi hátt. Stundum er það notað til að skilgreina kröfur sem gerðar eru til einstaklinga í námi eða starfi. Hér er hugtakið notað til að fjalla um persónulegan lærdóm og getur það þá bæði merkt ytri drangur sem er sýnilegur og stundum mælanlegur, t. d. á prófum eða í íþróttakeppni, og einnig innri undirliggjandi geta eða hugsmíðar sem eru afrakstur innri vinnu eða til- finningalegrar reynslu (Markus o.fl. 1990, Bandura 1995); þá er litið á hæfnina sem eins konar persónulegan „farangur" sem nýtist í nýjum verkefnum. Piaget (1969) og Erikson (1968) notuðu báðir þetta hugtak um slíka innri persónulega getu. Á undanförnum árum hafa ýmsir fræðimenn sett jafnaðarmerki milli þroska barna og hæfni þeirra á ýmsum sviðum (sjá t.d. Frones 1995, Sommer 1996); félagsþroski felst í aukinni hæfni í félagslegum samskiptum og vitþroski í vaxandi hæfni til að fást við vitræn verkefni. Aðrir fræðimenn (Jensen 2000, Niss 1999) hafa leitast við að skil- greina ýmsar hliðar, dýptir og víddir í hugtakinu. Hæfni getur birst sem ýmsar teg- undir af leikni eða kunnáttu, og einnig verið djúp og ósýnileg, til dæmis þegar hún felur í sér skilning eða sjálfsvirðingu. Því hefur verið haldið fram að hæfni sé aldrei einungis persónuleg, hún tengist alltaf menningarlegum viðmiðum og gildismati. Einstaklingurinn skilgreini eigin hæfni út frá ríkjandi gildum í þeim hópum sem hann tilheyrir og viðmiðanir hinna í mati á hæfni hans geti verið misjafnar, meðal annars háðar stöðu einstaklings í viðkomandi hópi (Ravn 2000, Karpatschof 1998). Þá hefur hæfni einstaklinga verið skilgreind sem mikilvæg áhugahvöt til frekari athafna (White 1959). Rannsóknir hafa sýnt að hæfni einstaklinga vekur áhuga á við- fangsefnum, og skortur á hæfni - samkvæmt eigin skilgreiningum - dregur úr áhuga á viðfangsefnum (Deci 1975, Csikszentmihalyi 1990, Bandura 1997). í rannsókn þeirri sem hér er greint frá er hæfni þátttakenda ekki mæld, heldur er kannað hvernig þeir skynja og meta eigin hæfni. Margvíslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að álit eða trú á eigin getu hefur áhrif á frammistöðu í verklegum eða huglæg- um athöfnum, t.d. í námi, og er þess vegna órjúfanlegur þáttur raunverulegrar hæfni (Markus o.fl. 1990, Bandura 1995, Dweck og Leggett 1988).18 Tengsl við sjálfsmynd nútímaunglinga Álit einstaklinga á eigin hæfni er hluti af sjálfsmynd þeirra. Fræðimenn og rannsak- endur hafa annars vegar beint athygli sinni að sjálfsmynd sem huglægu og tilfinn- ingalegu fyrirbæri, þar sem hugtök eins og sjálfstraust, sjálfsvirðing og sjálfsvitund (identity) eru í brennidepli, og hins vegar litið á sjálfsmynd sem meðvitaða vitneskju eða hugmyndir um sjálfan sig, eigin sérkenni og stöðu. Skýringar á því hvernig meðvituð sjrílfsmynd þróast eru mismunandi. Samkvæmt kenningu Meads (1972) er slík sjálfsþekking félagsleg afurð, mótuð af þeim skilaboð- um sem einstaklingurinn fær frá mikilvægum einstaklingum um eiginleika sína og hegðun, og vinnur síðan úr innra með sér. Aðrir (Bandura 1995, Harter 1990, Markus o.fl. 1990) telja að sjálfsþekking sé vitsmunalegt ferli og að þróun vitneskju um sjálf- an sig lúti sömu lögmálum og þróun vitneskju og skilnings á umhverfinu. Sam- 18 Hér er vitnað í hugtökin self-efficacy og self-belief frá Bandura (1997) og learned helplessnes frá Dweck (1988). 209
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268
Síða 269
Síða 270
Síða 271
Síða 272
Síða 273
Síða 274
Síða 275
Síða 276
Síða 277
Síða 278
Síða 279
Síða 280
Síða 281
Síða 282

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.