Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Side 231
MARJATTA ISBERG
tilvikum jafnvel seinna (Muter, 1996:32). Ýmsir þættir sem tengjast leshömlun geta
stuðlað að þessari þróun. I mörgum rannsóknum fyrri ára (Gjessing og Karlsen,
1989:37) eru vísbendingar um að leshamlaðir nemendur séu hlutfallslega oftar óvin-
sælir, séu skildir út undan og hafi verri félagslega stöðu innan jafningjahópsins en
aðrir. Þetta getur leitt til neikvæðrar hegðunar í þeim tilgangi að afla sér vinsælda eða
upphefja sjálfan sig.
Baráttan við leshömlunina er fyrir mjög marga einstaklinga töpuð frá upphafi,
nema umhverfisþættir og þeirra eigin skapgerð stuðli að jákvæðri þróun. Samkvæmt
Shapiro og Rich (1999) geta einstaklingar, sem ekki eru greindir fyrr en á fullorðins-
árum, einungis sigrast á erfiðleikum sínum ef þeir fá stuðning sérfræðinga, tileinka
sér ákveðnar lestrartæknilegar aðferðir, hafa góða greind og mikinn persónulegan á-
huga. Morrison og Cosden (1997) fundu fjóra áhættuþætti sem torveldað geta aðlög-
un leshamlaðra á fullorðinsárum: brottfall úr framhaldsskóla, lélega málfærni, afneit-
un hömlunarinnar og að vera óeðlilega lengi háður fjölskyldu sinni.
Hollendingarnir Hellendoorn og Ruijssenaars (2000) hafa skoðað rannsóknir síð-
ustu ára og taka saman sjö þætti sem virðast draga úr neikvæðum áhrifum leshöml-
unar og stuðla að jákvæðri útkomu. Þeir eru:
• Upplag og persónuleg einkenni sem hjálpa einstaklingnum til að nota hæfi-
leika sína vel, til að fá jákvæða svörun frá foreldrum sínum, kennurum og öðr-
um fullorðnum og til að semja raunhæfar áætlanir um menntun sína og starfs-
frama.
• Uppeldisaðferðir foreldra sem styrkja sjálfsmynd barnsins.
• Bakhjarl í fjölskyldu sem ber virðingu fyrir menntun og hefur aðgang að sér-
stakri uppeldis- og sálfræðiaðstoð.
• Samstarf heimilis og skóla.
• Uppgötvun leshömlunar tiltölulega snemma.
• Öflug, árangursrík íhlutun í barnaskólanum.
• Viðurkenning á hömluninni og hreinskilni varðandi hana.
Sjálfsagt eru öll þessi skilyrði sjaldnast uppfyllt og mikill hluti leshamlaðra stendur
höllum fæti. Ef stuðningsaðgerðir skólans og heimilanna duga ekki, hættir erfiðleik-
unum til að magnast og fylgja þeir nemandanum einnig á fullorðinsárum.
Hversu mikið leshömlunin háir einstaklingi á fullorðinsárum fer ekki eingöngu
eftir því hversu erfið hömlunin er lieldur einnig stöðu hans í lífinu og þeim kröfum
sem þjóðfélagið gerir til hans. Kröfur á læsi og ritkunnáttu eru til dæmis mismunandi
eftir starfsstéttum. En Hellendoorn og Ruijssenaars (2000) nefna að fullorðnir les-
hamlaðir geti ekki tekið þátt í samfélaginu í jafnmiklum mæli og aðrir betur læsir
þjóðfélagsþegnar.
Hingað til hafa fáar rannsóknir birst um leshömlun á fullorðinsárum, en á allra síð-
ustu árum hefur þeim farið fjölgandi, sérstaklega félagslegum rannsóknum. Ein á-
stæðan fyrir því að rannsóknir á fullorðnum leshömluðum eru af skornum skammti
getur verið sú staðreynd að erfitt er að finna einstaklinga sem eru tilbúnir að tjá sig
um þessi viðkvæmu mál. Flestir þeirra sem hafa tekið þátt í erlendum rannsóknum
229