Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Page 243
MARJATTA ÍSBERG
... en e'g næ ekki að vera læsfyrr en e'g er orðin 17-18 ára, svona fluglæs. En
e'g næ að lesa bækur 12-13 ára, stuttar bækur og vita innihaldið og svo þarna,
sko e'g komst alltaf í gegnum allt námið, þá las mamma fyrir mig eða systur
mínar...
(kona, 20-25 ára í viðtali)
Um fimmtungur nefndi að foreldrar þeirra hefðu lesið sjálfir mikið og að það hefði
hvatt þau til að æfa sig mikið. Þó sagði rúmur þriðjungur þátttakenda að foreldrarn-
ir hefðu ekki haft burði til að hjálpa þeim með heimanámið. Fram kom einnig í svör-
um þriggja þátttakenda, sem sjálfir voru foreldrar nú, að skólinn tæki ekki nægilegt
tillit til getu foreldranna og gerði of miklar kröfur til þeirra.
Hvernig á að standa að aðstoð við leshömluð börn?
Eitt markmið þessarar rannsóknar var að fá fram hugmyndir leshamlaðra sjálfra um
það hvernig eigi standa að aðstoð við þá. Rökin fyrir þessu voru að „þolendur" sjálf-
ir skynjuðu ef til vill best livað myndi hjálpa - eða að minnsta kosti myndu geta sagt
hvað hjálpaði ekki.
Það er skemmst frá því að segja að fátt nýtt kom fram í svörum þátttakendanna.
Mörg svörin báru reyndar sterkan keim af þeim kennslufræðilegu hugmyndum og
sérkennsluúrræðum sem ráðandi eru í grunnskólanum eins og hann er í dag.33 Lík-
lega er kveikjan að svörunum hjá mörgum einmitt í þeirra eigin reynslu. Enda á um
þriðjungur (19) þátttakenda eigin börn sem eru leshömluð og meirihluti (44) þeirra á
einnig leshamlað frændfólk. Það má því álykta að þátttakendur séu sammála þessum
hugmyndum og fylgjandi þeirri þróun sem átt hefur sér stað á síðustu árum.
Hægt er að greina ráðleggingar þátttakenda í sex efnisflokka: 1) greiningu og sér-
fræðiaðstoð, 2) ráðgjöf til barnsins og til foreldra, 3) fræðslu til kennara og skóla-
stjórnenda, 4) eiginleika og framkomu kennarans, 5) kennsluaðferðir og námsgögn,
6) að ráðleggja barninu og öðrum í kringum það um framkomu og hegðun.
I svörunum er lögð mikil áhersla á að vandamálið sé kynnt bæði kennurum og
nemendum og útskýrt að um líffræðilegar orsakir sé að ræða, ekki að barnið sé
heimskt. Barninu sjálfu er ráðlagt að „berjast ekki við afneitun", en takast á við
vandamálið, sýna þolinmæði og vera glaðlynt. Foreldrum barnsins er bent á að fyrir-
byggja hugsanlegt einelti með því að láta barnið ekki víkja frá í klæðaburði. Af kenn-
urum er krafist að þeir sýni öllum nemendum sínum virðingu og að framkoma þeirra
sé óaðfinnanleg. Margir svarenda lýsa einnig eftir örvandi og skemmtilegum
kennsluaðferðum og spennandi og hvetjandi námsefni - bæði í bókarformi, tölvum
og myndböndum. Tekið er fram að í byrjendakennslu eigi að nota auðveldar og
skemmtilegar bækur svo að börnin fái áhuga á að lesa. Einnig ætti að kenna notkun
hljóðbóka og annarra hjálpartækja svo að þau gagnist börnunum. í prófum á að gefa
þeim lengri tíma og bjóða möguleika á munnlegum prófum, en í stærðfræði á að lesa
dæmin fyrir þau. Bjóða á möguleika á sérkennslu og annars konar stuðningi bæði á
33 Hér er byggt á reynslu höfundar sem sérkennari sl. 10 ár.
241