Uppeldi og menntun - 01.01.2002, Blaðsíða 250
STUÐLAR EINKAREKSTUR ALMENNINGSSKÓLA AÐ BETRA SKÓLASTARFI?
Lawton 1994:2). I Bandaríkjunum er oft litið til skýrslunnar A Nation at risk sem hið
opinbera setti fram 1983 sem upphaf þessarar umræðu. Þar er því haldið fram að
námsárangur sé óviðunandi og breyta þurfi bæði námskrám og stjórnunarháttum í
skólum til að ná betri árangri (sjá t.d. Berliner og Biddle 1995:2-5).
Fræðimenn hafa einnig bent á ýmislegt sem betur má fara í skólastarfi og gert til-
lögur til umbóta, s.s. um markvissari námskrárgerð, sjálfsmat, ytra mat, heildstæð
skólaþróunarlíkön, kennaraþróunarlíkön, forystukennara sem kennslufræðilega
leiðtoga, afkastahvetjandi launakerfi og aukið sjálfstæði stjórnenda skóla, svo eitt-
hvað sé nefnt. Áhrifamiklir talsmenn markaðstengingar almenningsskólans eins og
Lieberman (1989:14-22) og Chubb og Moe (1990:11-12) telja að öll slík viðleitni sé af
hinu góða en slíkar umbætur leiði í raun til óverulegra breytinga þar sem hinn hefð-
bundni almenningsskóli sé fastur í viðjum hefða, laga og reglna. Þeir telja að ýmsir
hópar í menntakerfinu viðhaldi ríkjandi ástaiidi til að gæta hagsmuna sinna en eina
leiðin til róttækra breytinga sé að færa skólana nær fólki með markaðsvæðingu og
aukinni samkeppni.
Hér á landi má segja að nokkur sátt hafi ríkt um almenningsskólann enda þótt tals-
verða gagnrýni megi að sjálfsögðu greina í opinberri umræðu um skólastarf, s.s. í
skýrslunni Til mjrrar aldar (1991) og Skýrslu nefndar um mótun menntastefnu (1994). Á
síðustu árum hafa því verið gerðar talsverðar breytingar í umhverfi skóla, einkum
grunnskóla. Ber þar hæst breytingar á Lögum um grunnskóla frá 1995 og tilfærslu
grunnskólans til sveitarfélaga en sú ráðstöfun var m.a. réttlætt með því að aukin ná-
lægð við helstu hagsmunaaðila leiddi til betri úrlausna. Breytingarnar áttu einnig að
stuðla að auknu sjálfstæði skóla, þ.e. að skólarnir fengju aukin völd og ábyrgð á eig-
in málefnum. Vald skólastjóra var aukið frá því sem áður var og foreldrum veitt
greiðari aðild að stjórnun og rekstri grunnskóla.
Nýlega hafa komið fram róttækari hugmyndir um að auka sjálfstæði skóla. Þar ber
hæst rekstrarfyrirkomulag Áslandsskóla í Hafnarfirði en á vordögum 2001 var skóla-
starfið boðið út af fræðsluyfirvöldum, þ.e. tilboð voru opnuð fyrir væntanlega verk-
taka (Útboðsgögn 2001). Eitt tilboð barst í rekstur skólans, gerður var samningur og
hóf skólinn starfsemi í upphafi skólaárs 2001. Forsendur þessarar ráðstöfunar má
m.a. rekja til þess viðhorfs að hefðbundið skólastarf þótti úrelt og metnaðarfulla sýn
á skólastarfið skorti yfirleitt. Viðhorf þetta endurspeglast hjá verktakanum, íslensku
menntasamtökunum, en á heimasíðu þeirra segir undir liðnum almennar spurning-
ar og svör:37
Jafnvel þótt grunnskólarnir hafi á að skipa fjölmörgum hæfum og góð-
um kennurum og skólastjórum, skortir iðulega á hvatningu starfsliðs
og nemenda. Ástæðurnar eru meðal annars ósveigjanlegt og úrelt
skólakerfi og skortur á sýn í skólunum. Ganga má úr skugga um þetta
með því að spyrja ýmsa skólamenn hvaða sýn þeir hafi á skólanum og
37 Sjá á slóðinni bittp:/ / www.ims.is/; 1. febrúar 2002.
248