Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1936, Qupperneq 189
IÐUNN
Bækur.
183
menni sjálfrar söguhetjunnar, ekki einu sinni hvort Bjartur
er Þingeyingur. Við sjáum ekki afstöðuna til næstu bæja.
Sveitin er öll í þoku. Um fólkið utan Sumarhúsa vitum við
hvorki heilt né hálft, eiginlega ekkert nema það, sem ráða má
af sundurlausu rabbinu í bændunum, sem öðru hvoru heim-
sækja Bjart. Tímasetning atburðanna er lika mjög hæpin.
Menn hafa að vísu stríðið til að miða við, en það er eins og
viðburðirnir villist stundum öfugu megin við bað. Sjálfur
Bjartur er í ýmsu meiri fornaldarmaður en 20. aldar. Þann-
ig ruglar höfundurinn okkur, bæði í tíma og rúmi, svo að við
missum allra átta. Þegar svo við bætast ósennileg atvik og
öfgafullar persónur, þá er ekki furða, þótt okkar realistisku
hugsun þyki valt undir fæti.
Er nú höfundurinn með þessu að leiða menn frá sannleik-
anum? Er það þá aðeins einstakir kaflar og málið, sem
við getum metið við Sjálfstætt fólk? Eru það aðeins einstak-
ir blettir i landslagi sögunnar, sem geta hrifið okkur, en ekki
heildarmynd þess? Ef svo reyndist, væri sagan stórgölluð. Það
er ekki til neitt listaverk án heildarlífs, án samræmis í máli og
efni, viðburðum og persónum. Það er eining fjölbreytninnar,
sem vekur sterkust áhrif. Landslag með mestri fjölbreytni,
skógur, hraun, speglandi vatn, dökkir hamraveggir, hlíð með
hoppandi lækjum, blá fjöll, ekki hvert einstakt atriði, heldur
heildarmyndin, sterkastar andstæður kveiktar saman í eina
heild. Svona landslag þarf listaverlcið að vera, og sá hefir
ckki hálf not þess, sem ekki finnur heildarlíf þess, sér mynd-
ina alla, hvernig brugðið er sanian ljósum og skuggum, ilm
og litum. Málið á einstökum köflum, blær þess, er ekki nema
lítið brot af öllu listaverkinu, það er aðeins smávægilegt hjá
öllum blæbrigðunum, öllu litrófi sögunnar. Þess vegna er
nauðsynlegt að skyggnast í bygging hennar og myndun. Er
við höfum séð, hvernig kaflarnir rísa hver af öðrum, greinast
sem andstæður, falla saman í eining, skapa sögunni vídd og
hæð, mynda heild hennar, þá getum við fyrst dæmt um lista-
gildi hennar, og þá fá hinir einstöku þættir nýtt gildi í sam-
ræmi byggingarinnar. Með hverri bygging er ákveðin tilætl-
un, með hverri sögu ákveðin hugmynd, sem hún er bygð af.
Hugmyndin með Sjálfstæðu fólki fer ekki leynd. Höfund-
urinn sjálfur dregur skýra niðurstöðu. Sagan fellur með vax-