Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 13
IÐUNN
,Elzta guðspjallið“.
7
skynja hinar gífurlegu fjarvíddir, sem hún opnar, og
gera sér Ijósar þær þungvægu ráðgátur, sem eru fyrir-
fari hennar og hún er bundin.
Var Jesús til? Þetta er að eins smávægilegt, ertið og
grófgert atriði í máli, þar sem höfuðatriðið er hitt:
Hvernig hefir kristinn dómur orðið til? Það er hins
vegar sögulegt úrlausnarefni af þungvægasta tagi, sem
saga trúarbragðanna leysir ef til vill um síðir, þegar
henni hefir vaxið fiskur um hrygg.
Var Jesús til? Þetta er ekki hið sama og að spyrja:
Er kristinn dómur sannur eða rangur (sem er trúarat-
riði), heldur er spurningin söguleg: Var Jesús maður
hafinn til guðdóms, eða var hann guð í mannslíki?
II.
Alt er hér komið undir réttri túlkun á guðspjöllunum.
Utan þeirra er ekki til neinn vitnishurður, sem hægt
sé að gera að undirstöðu rannsóknarinnar. Hin hverfula
setning Tacítusar,1) sem reynir að skýra heiti hinna
kristnu (auctor nominis ejus Christus Tiberio imperi-
tante per procuratorem Pontium Pilatum adfectus est),2)
er að því, er að líkum ræður, endurómur kristinna
munnmæla. Hinar fáu ádrepur, ýmist til niðrunar eða
háðungar, sem finnast á víð og dreif í Talmúd, eru svör
við guðspjöllunum, án eigin gildis eða ábyggileiks. At-
hugasemd Suetoníusar (Judœos impulsore Chresto assi-
due tumultuantes Roma expulit)3) kernur ekki málinu
við: þar er að eins talað um hreyfingu, ef til vill messí-
1) Latneskum og griskum sérheitum, sem liöf. skrifar víðast samkvæmt
“franskri málvenju, hefir þýð. ýmist lagað eftir ísl. máli cða skrifað ó-
breytt eins og í frummálunum.
2) Upphafsmaður nafns peirra, Kristur, var í keisaratíð Tiberusar liflát-
inn af Pontiusi Pílatusi landstjóra.
3) Hann rak með valdi liávaðasama júðiska Krist-áhangendur burt
úr Róm.