Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 48
42
íslenzk heimspeki.
IÐUNN
hugmyndir kunna að hafa veitt fjölda einstaklinga, hefir
pó trúarbrögðunum ekki tekist að mynda pað sam-
félag — {rá lífheild — sem orkað gæti niðurlögunr pján-
ingar og dauða og par með stofnað {rað guðsríki á
jörðu, sem svo lengi hefir þráð verið.
Höfuðorsökina til þess að þetta hefir mistekist, telur
dr. Helgi vera þá, að mannkynið hefir aldrei áttað sig
íullkomlega á afstöðu jarðarinnar til alheimsins, né
heldur á því, á hversu óumræðilega lágu stigi jarðlífið
stendur enn sem komið er. Vísindum hefir aldrei verið
beitt að ráðningu lífsgátunnar eins langt og efni hafa
staðið til.
Enn í dag stendur þorri alls mannkyns í þeirri Iítil-
sigldu meiningu, að þjáning og dauði sé óhjákvæmileg
náttúrunauðsyn. Oss er enn predikað, að andstæður lífs-
ins séu hinn nauðsynlegi reynsluskóli mannanna barna:
Ef þau þektu ekki sorg, kynnu þau ekki að meta gleð-
ina, ef þau þektu ekki sjúkdóma, kynnu þau ekki að
meta heilbrigði, ef þau þektu ekki syndina, kynnu þau
ekki að meta sakleysið, ef þau þektu ekki dauðann,
kynnu þau ekki að meta lífið sjálft.
Hitt hefir síður verið athugað, hversu ófullkomin sú
gleði er, sú heilbrigði, það sakleysi og það lif yfir
höfuð, sem þarf sorg, sjúkdóma, synd og dauða til að
knýja fram viðurkenningu á gildi sínu.
Enn í dag stendur einnig þorri alls mannkyns í þeirri
meiningu, að dauðinn sé eins konar lausnarstund sálar-
innar úr hinu ógöfuga fangelsi efnisins, — eins konar
vísdómsleg náðarráðstöfun miskunnsamrar forsjónar, —
í stað þess að láta sér detta í hug, að dauðinn sé ó-
sigur guðs. En dr. Helgi Pjeturss segir: „Dauði þýðir
það, að gefist er upp við tilraun til að koma hinu ófull-
komna efni á braut fullkomnunarinnar, og gefist upp