Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 49
oðunn
tslenzk heimspeki.
43
einmitt af f>ví, að samstilling hins óæðra tilverustigs við
hið æðra er svo ófullkomin." Leggur doktorinn höfuð-
áherzlu á, að menn geri sér J>að fullkomlega ljóst, að
saga slíks lífs, sem hér á jörðu, sé saga vaxandi þján-
ingar, einmitt vegna þess, að þessi samstilling hefir ekki
tekist sem skyldi.
Framvindustefnurnar telur hann tvær. Önnur er lífs-
stefnan, stefna vaxandi samstillingar, vaxandi líkingar
við hina æðstu veru. Hin er vítisstefnan, helstefnan,
stefna vaxandi ósamræmis og ósamþykkis. — Þar sem
lífsstefnan hefir sigrað, þekkist ekki þjáning né dauði.
En öll saga náttúrulífs og mannlífs hér á jörðu sýnir,
að þjáningarnar aukast, og æ því meir sem öldurnar
rísa hærra og tilraunirnar til samstillingar mistakast
oftar.
Sé hugað að lífi dýra og jurta, sést fljótt, hversu geig-
vænlega mikið ber þar á ráneðli og spilli-lífi. Má segja,
að þar eti hvað annað á fæti. Sýklar, sveppir, rán-
jurtir, eiturnöðrur, krókódílar, tigrisdýr, iðraormar, — í
slíkum og þvílíkum verum hefir hin illa verðimegund
orðið yfirgnæfandi, og hefði framvindustefna jarðlífsins
verið góð, myndu þær aldrei liafa skapast.
Að halda því fram, að rán- og spilli-líf sé óhjá-
kvæmileg náttúrunauðsyn, er. í raun og veru uppgjöf á
trúnni á lífið. — Það er ekki lífsstefnan, sem hefir skap-
að Iúsina og lætur hana drekka mannablóð. En nú
kynni að verða sagt, að' í einhverjum tilgangi sé jafnvel
lúsin sköpuð, og að á einhverju verði alt skapað að
lifa. Við því myndi íslenzk heimspeki segja, að meira
að segja „íslenzk lús“ sé ögeðslegt helstefnufyrirbrigði,
sem hverfa myndi af sjálfu sér strax og ofurlítið meiri
samstilling næðist.
Ekkert lýsir betur hryllileik jarðneskra örlaga en orð-