Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 23
EÐUNN
,Elzta guðspiallið“.
17
og þess vegna ekki heldur af konu fæddur. Um þetta
eru allir vitnisburðir samhljðða. „De cœlo expositus.
semel grcmdis, semel totus, statim Christus, spiritus et
virtus et deus tantum.“1) (Tertullianus.) „Marcion neit-
aði algerlega fæðingu frelsara vors. . . . Ef Jesús steig
af himni, segir hann, þá var það til þess að vera ó-
bundinn öllu illu.“ (Hyppolytus.) „Marcion segir: Guð
hefði ekki getað tekið á sig hold — og haldið þó áfram
að vera hreinn." (Chrysostomos.) „Pað væri dónaskapur
að hugsa sér fæðingu guðs — turpissimum Dei nativi-
tas.“ (Tertullianus.) „Marcion segir: Jesús gerðist ekki
maður, heldur varð hann mönnum líkur.“ (Chrysosto-
mos.) Það eru sömu orðin, sem Páll postuli notar:
„varð mönnum líkur“. (Fil. II. 7.) „Ef hann hefði fæðst
og sannlega gerst maður, mundi hann hafa hætt að
vera guð og mist þess, sem hann var, orðið það, sem
hann var ekki.“ (Tertullianus: De Carne.)
Á hinn bóginn skýrir guðspjall Lúkasar nákvæmlega
frá getnaði Jesúsar og fæðingu. Víst er getnaður þessi
goðrænn, — Jesús fæðist á sama hátt og Perseus, af
meyju, sem hefir verið yfir skygð anda guðs. Engu að
síður setur þessi fæðing hann í mannlega aðstöðu.
Hún veitir honum þegnlega stétt, sem Lúkas reynir að
staðfesta með hjálp manntals Quiriniusar og frá greinir
hjá Jósefi sagnameistara. Þetta kemur hinum einfalda
Justinusi til að skrifa svo í bænarbréfinu til Antoníusar
keisara og sona hans: „Jesús Kristur er fæddur í Betle-
hem; þér getið fullvissað yður um það af manntals-
skýrslu Quiriniusar, fyrsta landstjóra yðar í Júdeu.“
Lúkas trúir því ekki, að fæðing guðs sé dónaskapur.
1) Hann er út genginn af himni fullvaxinn, fullorðinn, Kristur frá
upphafi, að eins andi, kraftur og guð.
Ég skal taka fram, að þýðingin ,,út gcnginn" nœr ekki fullkomlega
merkíngu latneska orðsins ,expositus“. />ýð.
2
Iðunn XVII.