Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 95
IÐUNN
Misgánings-sónatan.
89'
hversdagsleg og leiðinleg, eins og hverfið alt, að ég var
vanur að kalla hana blátt áfram östermalmgötuna. Ég
var sveitapiltur frá Smálöndum og kunni alls ekki við
mig á östermalm, en af einhverri hendingu hafði ég
tekið herbergi á leigu við Kommandörgötuna. Það
sneri móti norðaustri, og átti svo að heita, að það væri
nothæft sem vinnustofa fyrir ungan og fátækan málara-
garm eins og mig.
Kvöld eitt hafði ég mælt mér mót við stúlkuna. Við
áttum að hittast í Kommandörgötu, á horni skamt frá
þar, sem ég átti heima. Ég vænti mér vissra hluta af
þessu stefnumóti, þið skiljið — nú, ég bið prestinn að
afsaka. . . .
En svo kom hún ekki. Og samt hafði hún lofað því
upp á æru og trú. Ég rölti þarna fram og aftur og aftur
og fram í tvo langdrjúga klukkutíma. Gekk þarna og
tvísteig og gerði bæði að gráta og bölva — afsakið,
herra prestur! Þetta var, í nóvember og bæði hvast og
kalt þetta kvöld, og ég hafði engan yfirfrakka. Frakk-
ann minn hafði ég satt að segja pantsett til þess að afla
mér skildinga fyrir eina flösku af víni, ögn af sætum
kökum, nokkur vínber og eina franska peru, sem ég
ætlaði unnustunni. Og svo kom hún ekki, ólukkans tóan!.
— afsakið, herra prestur!
Kannske hefi ég verið ofurlítið kvefaður fyrir, en dag-
inn eftir lá ég í hitasótt. Lungnabólga. Var fluttur á
sjúkrahús. Munaði minstu að ég hrykki upp af standin-
um. Og að sjúkravistinni afstaðinni sá ég einn góðan
veðurdag í blaði, að stúlkan mín hafði opinberað —
með náunga, sem ég rétt þekti fyrir annan.
Sex árum seinna bar funduin okkar saman í kvöld-
boði. Ég forðaðist heldur að verða á vegi hennar. Eu