Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 100
94
Misgánings-sónatan.
IÐUNN
— og eftir á höfðu peir enga hugntynd um, hvað heir
höfðu látið út úr sér. Geturn við nú efast um, að sá
„andi“, sem blés peim Jressu í brjóst, hafi hlotið að
vera illur andi? Og hverju eigum við að trúa um petta
meinlega mismæli, sem mér varð á? Var pað ekki ein-
hver skemdarandi, einhver meinfús hrekkjadjöfull, sem
ginti mig til að segja orð, sem ég alls ekki meinti —
orð, sem mig hafði aldrei dreymt unt að ég gæti látið-
mér um munn fara í predikunarstól?
— Mjög íhugunarvert, herra prestur, tók dósentinn
norski til máls, en ég veit ekki hvað segja skal um
þessa hluti. Þá illu anda, sem fyrri tíma menn trúðu að
orsökuðu sjúkdóma, hafa læknavísindi nútímans endur-
reist í ntjög svo raunhæfri mynd, — ég á við sýklana.
í sálfræðilegum vísindum þekkjum við að vísu enn
ekki neitt, er svarað geti til þessa. En hver veit? Það.
getur komið áður en varir!
— Skál, herra dósent! sagði málarinn sænski. Og skál,.
herra prestur! Skál litla glettupúkans! ólukkans litla
hrekkjalómsins!
Ég hafði fyrir löngu séð það á bankamanninum
skarpleita og velrakaða, að hann myndi hafa eitthvað
að leggja til málanna — eitthvert nýtt afbrigði um-
ræðuefnisins. Og það kom líka á daginn.
— Ég er, því miður — byrjaði hann í háum og
skrækum rómi — ég er því miður ekki listamaður eins
og okkar heiðraði sænski gestur, ekki heldur sálfræð-
ingur að lærdómi eins og okkar ágæti norski félagi og
því síður frægur kennimaður eins og vor háæruverðugi
gamli vinur. Ég er bara ólærður bankamaður. En einu
sinni, fyrir ekki svo ýkja mörgum árum, varð ég fyrir
— þó að eins sem vitni og aukapersóna — misgáningi
af svipaðri tegund og hér hefir verið rætt um. Að öðru