Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 144
138
Kirkjan og þjóðfélagið.
IÐUNN
yfir fjöldann og í gamla daga. Hann taldi að vísu ekki
gerlegt að þrýsta fólkinu niður í skítinn aftur, en vildi
hins vegar fleyga undir kennilýðinn, svo hann skæri
sig sæmilega úr, og fyrirbyggja þá óhæfu, að prestur
gæti orðið tekinn í misgripum fyrir sauðsvartan al-
múgamann.
Enn aðrir telja það til, að orðið sé ekki flutt af
nægilegum krafti, fólkinu ekki séð fyrir nægum upp-
byggilegum bókum og þar fram eftir götum.
En enginn virðist gera sér í hugarlund, að þessi
vesaldómur kirkjunnar sé annað en stundarfyrirbrigði
— eins konar tilfallandi lasleiki, sem muni læknast
von bráðar, sumpart af sjálfu sér, sumpart fyrir heilsu-
samlegar aðgerðir þeirra, sem um þessi efni eiga að
fjalla.
III.
Allir hlutir eiga sér orsök, og hnignun kirkjunnar er
þar vitanlega engin undantekning. En svo virðist sem
forráðamenn hennar gangi þessara orsaka algerlega
rluldir eða vilji að minsta kosti alls ekki ræða þær
•opinberlega. Væri því freistandi að reyna að bregða
Ijósi yfir þetta efni, ef ske kynni að það mætti verða
til skilningsauka einhverjum þeim, er um mál þessi
hefir að sýsla.
Þegar unglingurinn, sem með mikilli fyrirhöfn hefir
iært eitthvert hrafl af kennisetningum kirkjunnar, kemur
út í hið raunhæfa líf, opnast honum heimur býsna
■ólíkur þeim, sem hinn frómlyndi þenkimáti kennivald-
anna gaf honum innsýn í. Hann slær á frest öllum
draumum um himnaríkisvist, „dýrðarkórónu“ og „rétt-
lætisskrúða". Blundandi þrár og innibyrgðar óskir losna
úr læðingi og heimta rétt sinn.