Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 108
102
Kveðja.
IÐUNN
skortur, sem olli andlegum og líkamlegum dauða, þar
var það hinn andlefji skortur, iindirstöduleysid.
Listamennirnir íslenzku hafa alla tíð lifað utan síns
þjóðfélags, bæði efnalega og andlega. Efnalega hafa
þeir verið réttlausir menn svo að segja, fátækasta
stéttin, sem hefir ekki einu sinni fengid greidslu fgrir
verk sín eins og adrir menn. Lifa ekki kvæði Bólu-
Hjálmars og Jónasar Hallgrímssonar á vörunr þjóðar-
innar? Og hafa þau ekki veitt yl og afli í brjóst Is-
lendinga, huggað þá og stæit? En hefir þjóðin greitt
skáldunum einn eyri fyrir? Nei, fé er helzt greitt fyrir
líkamleg störf — eða þá erlendar skemtanir.
Minnisstæðastir eru okkur þeir listamennirnir, sem hafa
farist á síðustu árum, hvort sem orsakirnar hafa nú ver-
ið líkamlegar eða andlegar. Ég vil nefna nöfnin: Jóh.Sig-
urjónsson, Jónas Guðlaugsson, Guðm. Thorsteinsson, Da-
víð Porvaldsson, Markús Kristjánsson, Jóhann Jónsson.
í nöfnum þessum, hverju fyrir sig, felst heil sorgar-
saga, og oft var dauðaorsökin beint eða óbeint sú, að
mennirnir fengu frá barnæsku ekki að njóta sín með
þjóð sinni. Listamannssálin er viðkvæm. Einnig ístöðu-
leysið hjá listamönnunum orsakast oft fyrir skort á
skilningi annara, fyrir listleysi og andleysi umhverfisins.
— Vafalaust má deila uin þetta, en enginn getur þó
neitað, að í því felist nokkur sannleikur.
Engan skyldi ásaka fyrir það, sem liðið er. En það
má læra af þvi. Hvað á að gera? Pað á ekki að gera
listamennina að ölmusulýð, það á ekki að vera að burð-
ast með neina góðgerðasemi gagnvart þeim. Það á ekki
að veita þeim opinbera styrki, sem eru lítilfjörlegri en
atvinnuleysisstyrkir, er milljónir manna njóta í öðrum
löndum, og koma því að engu gagni. Nei, það á að
gera listamönnunum fært að iifa af vinnu sinni eins og