Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 15
IÐUNN
.Elzta guðspjallið".
9*
að hvað sem þú biður Quð um, það mun Guð veita þér.
Jesús segir við hana: Bróðir þinn mun upp rísa. Marta segir
við hann: Eg veit, að hann mun upp rísa í upprisunni á
efsta degi. Jesús sagði við hana: Eg er upprisan og lífið;
sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sá
sem lifir og trúir á mig, hann skal aldrei að eilifu deyja.
Trúir þú þessu? Hún segir við hann: Já, herra, eg hefi
trúað, að þú ert Kristur, guðs-sonurinn, sem kom.a á í 'heim-
inn. Og er hún hafði þetta mælt, fór hún burt og kallaði á
systur sína Maríu og sagði einslega: Meistarinn er hér og
vill finna þig. En er hún heyrði þetta, stóð lnin skjótt upp
og fór út til hans. En Jesús var enn ekki kominn til
þorpsins, heldur var hann enn á þeim stað, þar sem Marta
hafði mætt honum. Þegar nú Gyðingar þeir, sem voru hjá
Maríu í húsinu og voru að hugga hana, sáu að hún stóð
upp og gekk út í skyndi, fóru þeir á eftir henni og hugðu,
að hún færi til grafarinnar, til að gráta þar. En er Maria
nú kom þangað sem Jesús var, og sá hann, féll hún honum
til fóta og sagði við hann: Herra, ef þú hefðir verið hér,
væri hróðir minn ekki dáinn. Þegar nú Jesús sá hana gráta
og Gyðingana gráta, sem með henni höfðu komið, varð
hann gramur í anda og byrsti sig og sagði: Hvar hafið þór
lagt hann? Þeir segja við hann: Herra, kom þú og sjá.
Jesús táraðist. Þá sögðu Gyðingarnir: Sjá, hve hann hefir
elskað liann. En nokkurir þeirra sögðu: Gat ckki þessi
maður, sem opnaði augu hins blinda, einnig séð svo um,
að þessi maður dæi ekki? Jesús varð þá aftur gramur
með sjálfum sér og kemur til grafarinnar; en hún var
hellir og lá steinn fyrir honum. Jesús sagði: Takið steininn
burt. Marta, systir hins framliðna, segir við hann: Herra,
það er nú þegar komin nálykt af honum, því að hann hefir
legið þar fjóra daga. Jesús segir við hana: Sagði eg þér
ekki: Ef þú trúir, munt þú sjá dýrð Guðs? Þeir tóku þá
steininn burt, en Jesús hóf upp augu sín og mælti: Faðir,
eg jjakka þér, að þú hefir bænheyrt mig. Eg vissi að sönnu,
að þú ávalt bænheyrir mig, en vegna mannfjöldans, sein
stendur hér umhverfis, sagði eg það, til þess að þeir trúi,
að þú hafir sent mig. Og er hann hafði þetta mælt, kallaði
hann hárri röddu: Lazarus, kom þú út! Og hinn dáni kom
út, vaíinn likblæjum á fótum og höndum, og fyrir andlit