Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 89
IÐUNN
Á guðsrikisbraut.
83
allrar trúgirni og allra þeirra æsinga, sem gírug drottin-
völd geta belgt yður upp í, hvenær sem þau þurfa á
lítilmótleik yðar að halda til þess að hlaða undir
eigingirni sína.
Við þessari múgheimsku er engin lækning hugsanleg
önnur en sú, að sérhver einstakur beiti kröftum sínum
til þess að upp ala sjálfan sig. Hin aðferðin, er tíðkast
hefir öðru hvoru frá örófi alda, að nokkrir drottnunar-
sjúkir fáfræðingar taki að sér að hugsa og ákvarða
fyrir fjöldann með því að svifta hann hugsana- og at-
hafna-frelsi, brýtur í beinan bág við öll uppeldislögmál
og alla andlega þróun. Hún er nákvæmlega sama upp-
eldisfræðilega firran eins og að ætla sér að gera herra.
Jón Jónsson að góðum íþróttamanni með því að hóta
honum hengingu ef hann dirfist að iðka íþróttir. Þessi
glæpsamlega uppeldisaðferð, sem hefir verið beitt frá
örófi alda af ríkisstjórnum, kirkjum og einstaklingum,
hefir aldrei borið annan árangur en þann að skilja
einstaklinginn eftir enn þá meira ósjálfbjarga andlega
heldur en hann var áður en þessi kúgunarvöld náðu
haldi á honum. Það, sem yður verður að skiljast svo>
eftirminnilega í dag, að ekki þurfi að sóa tíma í að
hamra það aftur inn í höfuðið á yður á morgun, það
er þetta uppeldisfræðilega undirstöðuatriði:
Leiðin til einstaklingsþroska er einstaklingsátak, hugs-
anafrelsi, athafnafrelsi, sjálfstjórn.
Leiðin til niðurlægingar einstaklingsins er múg-
menska, hugsanakúgun, athafnabann, yfirdrottnun.
Þessu er að öllu leyti eins farið um einstaklingana:
°g þjóðirnar. Þér heimtið, að þjóðin sé frjáls. En sam-
fímis eruð þér sjálfum yður svo sundurþykkir, að þér
heitið harðúðugri kúgun viö einstaklingana. Og svo
möglið þér yfir heimsku múgsins, sem þér sjálfir iiafið'