Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 97
IÐUNN
Misgánings-sónatan.
91
Ég er nú nær áttræöu. En þegar þetta kom fyrir, var
ég ekki nema lítið eitt yfir sextugt, og barnabörnin mín
— þau Sófus og Júlíana, sem sitja þarna yfir í horninu
og eru að hlæja að mér — þau voru J>á bara fimm og
sex ára og höfðu aldrei komið í Tivoli.
Það var blíðviðris-sunnudag einn í ágústmánuði árið
nítján hundruð ... látum okkur nú sjá ... jú, árið nítján
hundruð og átta. Það var einmitt sama árið, sem þessi
hryggilegu tíðindi gerðust með hann Alberti.
Ég stóð í stólnum í litlu kirkjunni minni og predikaði
Guðs orð af vanmætti mínu. Til allrar hamingju var
ekki margt fólk við kirkju þann dag. Nú jæja, ég ætti
kannske heldur að segja þvi miður, en fámennið kom
mér víst bezt —i í það skiftið. Textinn, sem ég lagði út
af, var orð Jesú á krossinum til hins iðrandi ræningja:
Sannlega, sannlega segi ég þér, í dag skalt þú vera
með mér í Paradís.
Við vitum ekki hvað hann hét, ræninginn, sem iðrað-
ist. Ég man, að ég hafði nýlega lesið smásögu eftir
franskan höfund, þar sem ræningi þessi er nefndur
Gestas. Það hlaut að stafa af misskilningi. 1 einhverju
af hinuin apokrýfisku guðspjöllum er hinn iðrandi ræn-
ingi nefndur Demas, en hinn, sem ekki iðraðist, Gestas.
En hvað þeir hétu í raun og sannleika, um það gefa
hin eiginlegu og sönnu guðspjöll — þau, sem finnast i
heilagri ritningu — engar upplýsingar.
Nú jæja, það kemur raunar ekki sögunni við.
Dóttir mín og maður hennar — okkar kæru gestgjaf-
ar hér í kvöld — og börnin þeirra, þau Sófus og Júlí-
ana, bjuggu það sumar uppi í sveit. En þenna sunnu-
dag — það var síðast í ágústmánuði — átti ég von á
þeim til Kaupmannahafnar, og um kvöldið ætluðum
við í Tivoli með þau Sófus, sem var sex ára, og Júlí-