Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 44
38
Islenzk heimspeki.
IÐUNN
En sambandsviðleitni frumkraftarins streymdi inn i
hið nýja líf utan að, svo að frumurnar liéldu ekki
áfram að einangrast, heldur gerðu með sér félag eða
samband. Mjög voru frumufélög þessi ófullkomin í
fyrstu, en smám saman stækkuðu þau og jukust að
möguleikum. Er fietta alt að vísu hverju barninu ljóst,
sem fengiö hefir einhverja hugmynd um framþróun
líftegundanna.
Öll hin lægri dýr, öll dýr merkurinnar, fuglar loftsins
og fiskar sjávarins, alt eru þetta sambandsverur, alt
frumufélög, alt margvíslegar tilraunir hinna geislandi
miðstöðva frumkraftarins í fjarska til að skapa það við-
tæki úr ófullkomnu efni jarðar, sem hæft sé til að taka
við svo mikilli hleðslu af lifmagni, að þjáning og dauði
hverfi úr sögunni. Sú er skoðun dr. Helga Pjeturss.
En merkasta frumufélagið, sem vér þekkjum, er þó
maðurinn sjálfur, því að hann er sú tilraunin, sem hefir
hvort tveggja i senn, bezt tekist og mest mistekist, að
dómi doktorsins. Þar sem maðurinn er, hefir lífinu
tekist að framleiða veru, sem næmust er og fullkomnust
allra jarðneskra viðtækja, og hina einu, sem virðist leit-
ast við að öðlast skilning á eðli sínu og tilgangi og
stefna að ákveðnu, sameiginlegu marki.
En dr. Helgi telur alla leit mannsins að tilgangi og
markmiði hafa, alt til þessa, verið bygða á svo rógrón-
um og víðtækum misskilningi á uppruna og eðli lífsins
sjálfs, að þar hafi verið höggvið, sem hlífa skyldi, þar
sundrað, sem sameina skyldi, þar þjáðst, sem fagnað
skyldi, þar dáið, sem lifað skyldi.
Hyggjum nú nánar að hinni merkilegu sambands-
þróun ódeilanna í samagnir, samagnanna í frumur og
frumanna í frumufélög. Litunr í eigin barm, lítum á þá
miljarða af fyrstlingum, sem í líkama vorum eru tengd-