Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 149
IDUNN
Kirkjan og þjóðfélagiö.
143.
hinu rétta, verður hann að gefa það svar, að ef kirkjan
sýnir ekki rétta „mynd“ af sjálfri sér gegnum útvarpið,
ber að leita orsakanna til þess þar, sem þær er að.
finna, og senda ásakanir þar að lútandi rétta boðleið.
Með allri virðingu fyrir útvarpsstarfsemi kirkjunnar
eru litlar líkur til að sú starfsemi verði þess um komin
að rétta hag hennar. En það er eins og það liggi í
loftinu, að stjórnarvöldin og hinar ráðandi stéttir yfir-
leilt hafi töluverða samúð með kirkjunni. Á það bendir
ótvírætt fyrirferð hennar í ríkisútvarpinu, svo og ýmsar
umbætur, sem verið er að gera á málefnum hennar um
þessar mundir.
Þetta kann að virðast fara í bága við það, sem haldið.
var fram hér á undan, að þessar stéttir byggi ekkj
yfir mikilli trúarþörf. Svo þarf þó ekki að vera.
Þótt einhverir þegnar þjóðfélagsins séu ekki haldnir
af brennandi áhuga fyrir guðskristni í landinu, geta þeir
af hagrænum ástæðum talið það ómaksins vert að efla
kirkjuna til áhrifa. Og slíkar ástæður virðast vera
íyrir hendi einmitt nú.
Það hefir þegar komið i ljós, að í hinni vaxandi
stéttabaráttu hefir kirkjan tekið afstöðu svo ekki verður
um vilst við hlið hinna „betri borgara". Er þá ekki nema
eðlilegt, að yfirstéttin, sem sér fram á harða baráttu
við öryrkjumenn þjóðarinnar, sjái í kirkjunni þarfan
Þjón, sem ómaksins vert sé að halda sæmilega.
Blöð borgarastéttarinnar verða með hverjum degi
viðkvæmari fyrir málefnum kirkjunnar. 1 byrjun bess-
arar aldar, þegar borgarastéttin var miklu frjálslyndari
eu hún er nú, hafði hún ofarlega á stefnuskrá sinni að-
skilnað ríkis og kirkju og lét sér um flest annara en
framgang kristninnar. Verður því þessi saina stétt
grunuð um græsku, þegar hún nú eflir kirkjuna til.