Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 128
122
Eins og nú horfir við.
IÐUNN
rót og bylting, sem haldist hefir alla tíð síðan, svo að
menn hafa varla haft við að hneykslast á nýjungunum.
En pað, sem í höfuðatriðum gerðist, var þetta, að
jiungamiðja jijóðlífsins, og um leið menningarinnar,
fluttist úr sveitunum til bæjanna, og pá fyrst og fremst
til Reykjavíkur. Par hreiðraði auðvaldið um sig og
stjórnaði jiaðan landinu. t Reykjavík sköpuðust ný
menningarskilyrði og runnu upp nýir stofnar, sem
flestir voru háðir auðskipulaginu og hlíta sörnu ör-
lögum og Iiað.
Af auðvaldsmenningunni, vélamenningunni, höfum víc
séð margt og mikið á öldinni. Hún hefir flutt mikla
fjölbreytni inn í íslenzkt jijóðlíf; hún hefir auðgað jrað,
sveiflað j)ví til, slitið margt upp, gróðursett ýmislegt,
tætt sumt sundur, felt annað saman. Við jiekkjum hana
í atvinnuháttunum í mynd nýju tækjanna. Hún flutti
okkur eimskip, togara, sláttuvélar, j)úfnabana, kola-
kranann o. fl. Hún færði okkur eldspýtur, rafljós, rak-
vélar, grammófóna, bíla og útvarp. Hún galdraði á land
upp porskinn og síldina og hlóð úr jieim skrauthýsi hér
uppi um holtin, og húsin fylti hún af dýrindis gögnum
og hlóð um j)au ramgera múra — og alt jietta varð
að tákni upp á framtak einstaklingsins og sjálfstæði
hans. Og á borðin í j)essum húsum töfraði hún dýrindis
rétti, krydd og ávexti hvaðanæva úr heiminum. 1 fyrsta
sinn um guð veit hvað margar aldir fengu hinir nor-
rænu víkingar fylli sína, enda tendraðist jieim. í brjósti
ný dirfska, fögnuður og bjartsýni. Ein tegund lista eftir
aðra spratt upp: hljómlist, málaralist, höggmyndalist,
byggingalist og danzlist. Og enn eru ónefndir margir
jiættir í menningu auðskipulagsins, t. d. jieir, sem birtast
i silkisokkum, loðkápum, andlitsfegrun, gljáandi negl-
um, amerískum kvikmyndum, Hótel Borg og mörgu