Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 79
IÐUNN
Nauta-atið.
73=
glotti kotroskinn. Svo var tætt í sundur á honurn
lærið; hann möglaði ekki að heldur, en fór franr í þriðja
sinn, og þá var þörmunum hleypt út. Smágirnið tafði
hann á göngunni, en hann lét það ekki á sig fá. Það
var fyrst í fjórðu atrennu, að hann var keyrður upp að
garðinum og tættur í sundur.
Einn hestanna fann upp á því að verjast; svei mér
ef hann sló ekki. En það stóð ekki lengi. Einn frísaði
dálítið — phú —, þegar garnirnar ruku undir honum.
Annar blakaði til höfðinu um leið og hann gafst upp
og blæddi út. Sá þriðji fór gersamlega í kássu í augna-
bliks æðiskasti nautsins og fékk því ekki ráðrúm til þess
að koma með neinar vífilengjur. Einn túlkaði kvalir
sinar með fótunum, þegar hann hafði fengið sinn skerf,
— önnur hliðin gapti öll, svo að skeini í lungu og lifur.
— hann skvettist yfir sandinn, eins og hann gengi á
glóðum. Svo datt hann, fékk högg og spark, og þegar
hann hafði fengið sína líknarstungu, veifaði hann tagl-
inu í kveðjuskyni við þessa veröld.
Og bolinn var drepinn hægt og hægt. Hann æddi um í
brimsaltri þjáningu og kom engum hefndum frarn,
því miður. Að lokum lagðist hann niður, eins og hinir
höfðu lagst niður, og naut þess að mega stynja óá-
reittur nokkrum sinnum, áður en hann varð aftur að
fara að verja sig og stanga — sveipaður myrkri —
þangað til hann féll.
Þar með var nauta-atinu lokuð. Það var bölvuð
vesöld, segja blöðin. Ekkert fjör, — enginn glæsileiki
yfir blóðsúthellingunum. — No bueno.
Signrdur Einarsson
þýddi úr „Myter".