Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 56
50
Islenzk heimspeki.
IÐUNN
þessa þurfi, sé það ástand á nógu fullkomnu stigi, sem
hann kallar íleidingarástand, en það er í því fólgið, að
einni verunni tekst að framleiða lífmagn sitt í annari og
gagnkvæmt, unz fram kemur sambandsfélag, þar sem
einnar kraftur er alira og allra einnar.
Tökum einfalt dæmi: Ég á að halda ræðu í stórum
samkomusal. Fyrst hefi ég 1000 áheyrendur, sem engan
áhuga hafa á máli rnínu. Hugur þeirra er sundraður og
óákveðinn, orðin falla til jarðar, köld og áhrifalaus.
Aftur hefi ég 1000 áheyrendur. Helmingur þeirra er
áhugalaus, hinn helmingurinn hlustar með eftirtekt og
skilningi. Nú tekst mér flutningurinn sæmilega, en ekk-
ert merkilegt skeður þó. Enn hefi ég 1000 áheyrendur.
Hver einasti þeirra er gagntekinn af áhuga og eftir-
væntingu, allar þúsund sálirnar sameinast i öruggri,
vissu þess, að ég muni segja eitthvað „ákaflega merki-
legt“. Traustið streymir í sál mína, eins og þegar raf-
magn úr aflvél streymir í rafgeymi; hún hleðst meir
og meir af furðulegri orku, hún lyftist, styrkist, stækkar,
ósýnilegir geislar sækja að henni hvaðanæva utan úr
geimnum — og það má mikið vera, ef ég á þeirri
stundu segði ekki eitthvað „ákaflega merkilegt“. Og
segja mætti í gamni, og fullri alvöru þó, að þetta
„ákaflega merkilega" hefði verið framleitt með þúsund
manna lífaflvél. — Því fleiri sem eru samhuga, því
meira geta þeir til vegar komið, og sá, sem þeir
magna með trausti sínu. Þetta er eldgömul staðreynd,
sem allir kannast að einhverju leyti við.
Dr. Helgi telur, að þrjár tegundir íleiðingarástands
hafi verið algengastar hér á jörðu og séu í aðalatriðum
sama eðlis, nefnilega svefninn, miðilsástandið og spá-
dómsástandið. — Um öll þessi fyrirbrigði sálarlífsins
hafa nrestu spekingar brotið heilann öld fram af öld„