Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 113
löUNN
Undir krossi velsæmisins-
107
nýjum kenningum, Christian Science, guðspeki, spírit-
isrna, Yoga, Bartíanisma og par fram eftir götunum,
og lagar í hendi sér siðaboð sín með tilliti til pess,
hvort vaxandi arðkröfur stórframleiðenda geri lögleið-
ing nýrra nautna nauðsynlega eða æskilega. Jafnframt
gætir hún pess, að alt af séu nægilega margir til, sem
varðveita hið gamla helvíti (K. F. U. M. — heimatrú-
boð), hina gömlu sjálfsafneitun (do. trúboð — íhalds-
bæjarstjórnir), hina gömlu nægjusemi (Jón Pálsson:
Sölvaát, ein máltíð á dag) og margvíslegan annan
gamlan vesaldóm til pess að hafa petta til taks í
næstu kreppu, ef hið nýstárlegra „andlega" málæði
skyldi ekki nægja til pess að blekkja fólkið og rugga
pví í værð. Á pessari beisku staðreynd vildi ég vekja
niáls í grein minni urn nesjamenskuna. Pað átti að vera
til varnaðar, til pess að forða pví, að sá höggvi, er
hlífa skal — alpýðan sjálf. Vel vissi ég pað, að á
öllum sviðum andlegs lífs teflir yfirstéttin fram sínu
skuggalega landvarnarliði í nafni úreltrar fagurfræði,
steingerðrar trúar, gamallar hræsni og afdankaðra hug-
sjóna. Hitt var mér jafn-ljóst, að ef menn eins og á.
Jak. snerust fjandsamlega við varnaðarorðum mínum,
pá var lífskjörum peirra og einangrun að nokkru um
pað að kenna, að par var andstæðingum að rnæta, en
ekki vinum. En pessi lífskjör, pessi einangrun, pessir
erfiöleikar, sem mér virðist mega skynja sem preytuóm
> nokkrum setningum Á. Jak., eru yndi og eftirlæti
yfirstéttarinnar, pegar alpýðan á í hlut. Mér eru pau
viðurstygð og ranglæti. Fyrir petta kallar Á. Jak. mig
..tízkubundinn yfirstéttarmann". Hann um pað. Sjálfur
Pykist hann bera með sóma nafn alpýðumannsins. Ef
Pann heldur, að pað sé að vera alpýðumaður að nota
vit sitt og tómstundir til pess að rækta pau viðhorf i