Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 62
56
Islenzk heimspeki.
IÐUNN
pá betur, pegar lengra er haldið og athugað pað af-
brigði venjulegs svefns, sem kallað er miðilsástand. —
í fljótu bragði virðast oss pau takmörk sett, að geta
einungis rannsakað vora eigin drauma, en pó er einnig
ieið til að rannsaka annara drauma meðan verið er að
dreyma. Sumir tala sofandi, en pó ekki pannig, að peir
svari, ef á pá er yrt. En til eru líka peir, sem má tala
við, pó sofandi séu, og er pá líkingin orðin svo mikil
við miðilssvefn, að torvelt er að greina á milli. Afburðir
miðils um fram venjulegan dreymanda eru sú mikils
verða gáfa, að hann getur talað við aðra, pó að hann
sé steinsofandi. Gefst mönnum par með kostur á að
rannsaka draumlífið meðan verið er að dreyma og at-
huga, hversu pá koma glögglega fram líkindin fyrir
pví, að draumurinn sé meðvitund annars.
Hér verður ekki tækifæri til að Ieiða fram öll pau
dæmi úr sálkönnunarsögu nútímans, er dr. Helgi bendir
á og styðja ótvírætt pá skoðun, að sambandið á miðil-
fundum sé við líkamlegar \rerur á öðrum stjörnum.
Gegnir nokkurri furðu, hversu seinir peir eru til að
átta sig á pessu, sem við hin svo kölluðu „dularfullu
fyrirbrigði“ fást, og ætti peim pó að vera skyldast að
taka til greina hvern pann möguleika, er hrundið gæti
rannsóknum peirra nær markinu.
Dr. Helgi Pjeturss heldur pví fram, að hinn svo
kallaði „andi“, sem talar fyrir munn miðilsins, sé smns
konar vera og draumgjafinn í svefni. Með öðrum orð-
um: Draumheimur vor er sama sem andaheimur miðils-
ins. Munurinn er aðallega sá, að fyrir ákveðin áhrif
frá sitjurunum eða fundarmönnum á miðilsfundum
tekst að ná fullkomnara sambandi en algengt er í vana-
legum svefni. En höfuðkjarni málsins er að skilja pað,