Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 133
ÍÐUNN
Eins og nú horfir viö.
127
valdið átti vaxandi uppgangi aö fagna, var hættan ekki
mikil. En Jrað hefir sjálft fengið alvarlegan skell innan
frá með kreppunni, {ressum óboðna og óvelkomna
alþingishátíðargesti. Mikið hafði Jrjóðin fagnað full-
veldinu, staurblind á það, að ekki hafði hún fyr smokrað
af sér danska múlnum en hún lét enska auðvaldið
hnýta rækilega upp í sig. Hún lifði í sælum draumi og
fullum ofmetnaði og hlakkaði eins og barn til þúsund
ára afmælis alþingis, skreytti sig öllum fjöðrum fyrir
erlendu auðvaldsfulltrúunum, skálaði við þá og hugði
sig borna til alls fagnaðar og nýrrar frægðar, óvitandi
um kreppuna, sem sat til borðs með ráðherrunum —
gestinn óboðna, er síðan hefir ílengst í landinu, sjálf-
sagt ekki eingöngu af hrifningu yfir fegurð þess og
fjallablámanum. Síðan hefir liallað ótrúlega undan fæti
fyrir auðskipuiaginu og mikið dregið úr sjálfstrausti
yfirstéttarinnar. Rausn hennar frá því hér á árunum,
er hún sletti upphæð og upphæð til menningar og lista
' landinu, hefir stórum þorriö. Hún hefir orðið að grípa
til eins forníslenzks ráðs, sem bændurnir hafa reyndar
árlega verið að minna hana á, en það er að spara. Og
vitlaus mætti hún vera, ef hún færi fyrst að spara
viö sjálfa sig. Sparnaður hennar bitnar náttúrlega
fyrst á verkalýðnum, og síðan kemur henni líka saman
við bændurna um það, að draga úr öllum munaði
(luxus). En senr munað hefir auðvaldið eiginlega alt af
skoðað t. d. bókmentir og listir. Aftur á möti eru prest-
ar ekki munaður, því kirkjan er eign auðvaldsins og
skyldug til þjónustu við það, hvað og jafnan hefir verið
fúslega í té látið. Þó er það ekki svo að skilja, að
auðvaldið neiti á þessum krepputímum stuðningi við
ú// skáld eða alla listamenn, heldur er það nú loksins
tarið að sjá augljósa nytsemd surnra þessara manna.