Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 60
54
Islenzk heimspeki.
IÐUNN
hann dreymir, sé honurn kunnugt úr vöku. En séu slíkir
draumar nógu nákvæmlega athugaðir, nrun koma í
ljós, að pess háttar draumar eru missýningar, sem
pá ættu að orsakast af ófullkomnu sambandi við
draumgjafann. — Nú viturn vcr, að alt, sem vér
horfum á, vekur hjá oss hugsanir og tilfinningar, sem
fylgja myndinni, er kemur frá auganu inn í huga vorn.
Gerum nú ráð fyrir, að myndin, með pessu föruneyti
sínu, flytjist úr einum heilanum í annan. Má pá pykja
víst, að myndin sjálf veki íremur eftirtekt viðtakandans
en hugsanir pær og tilfinningar, sem fylgja henni.
Þannig væri það þá líka; í slíkum draumum. Vegna ó-
fullkomins sambands nær einungis myndin sjálf, en
ekki, eða að eins lítillega, hugsana-föruneyti hennar að
koma fram í meðvitund dreymandans. Aftur á móti
dregur aðkomumyndin að sér hugsana- og tilfinninga-
föruneyti líkrar eða skyldrar rnyndar, sem dreymand-
inn hefir séð í vöku, — og af því verður missýningin.
Aðrir draumar eru aftur á móti ekki ruglingslegir,
heldur mótaðir af svo glöggri meövitund, að nálega er
eins og í vöku sé. Og það er einmitt sú tegund draunia,
sem sannar hezt, að draumlífið á ekki rætur sínar í
endurminningunr eða hugsunum, því þau fyrirbrigði.
sem dreymandinn skynjar í slíkum draumum, eru hon-
um venjulega cillsendis ókunn úr vökulífi hcms. Hann
sér landslag, dýr, jurtir, byggingar, farartæki, loftsýnir
og litbrigði, sem hann hefir aldrei augum litið og geta
ekki verið til á þessari jörðu. Þetta yrði þá helzt, þegar
sambandið við draumgjafann er svo fullkomið, að eigi
einungis nær að koma fram i heila dreymandans mynd-
in úr heila draumgjafans, heklur einnig svo mikið af
hugsunum þeim og tilfinningum, sem henni fylgja, að
eigi verður missýning.