Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 64
58
Islenzk heimspeki.
IÐUNN
hefir átt sína „draummenn“ og sínar „draumkonur",
sem hafa vitrast [rví í svefni, er eitthvað mikið hefir
legið við. — En ljósast hefir þetta fasta samband jarð-
búans við veru á annari stjörnu komið fram hjá trúar-
bragðahöfundum og spámönnum ýmsra [ijóða. Dr. Helgi
færir ýms sterk líkindi fyrir því, að allar hinar „guð-
dómlegu persónur“, sem menn þessir hafa predikað um
•og gefið ýms nöfn, hafi verið merkiiegar sambandsver-
ur peirra á öðrum hnöttum, fullkomnari miklu en pær
verur, sem alment næst samband við héðan frá jörðu.
Trúna á djöfla og illa anda telur hann hins vegar stafa
frá peim útstöðvum tilverunnar, sem hafa orðið enn
ósigursælli í próunartilraunum lífsins en þessi hnöttur,
sem vér lifum á.
Ég vona, að lesandanum fari nú að verða nokkurn
veginn ljóst, hvert pessi unga, íslenzka heimspeki stefn-
ir, — að hún stefnir að pví að vekja meðvitund hvers
einasta manns um samband hans við tilveruna, ekki
•einungis samband hans við einn mann eða eina pjóð
eða eitt mannkyn eða einn hnött eða eitt sólhverfi eða
•eina vetrarbraut, heidur gervalla tilveruna nær og fjær.
Og hún vill ekki vekja pessa meðvitund með neinum
dularfullum né „yfirnáttúrlegum'* aðferðum, heldur með
dýpkuðum skilningi mannsandans á sínu eigin eðli og
afstöðu pess til hinna ytri fyrirbrigða. Hún vill gera
lífhleðsluna jafn-auðsæja og markvísa og rafhleðslu.
Hún vill laða til vor pessa magnan með sérstaklega
gerðum, lifandi viðtækjum. Hún vill breyta svefninum
í glæsilega vöku fjarlægra veralda. Hún vill láta blinda
öðlast sýn, halta ganga, líkpráa hreinsast, daufa heyra,
dauða rísa upp, með eðlilegum og skiljanlegum hætti.
JHún vill bjarga hinni vesælu jörð frá pjáningu og tor-