Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 42
36
Islenzk heimspeki.
IÐUNN
jörðu. Og svo langt er frá því, að hann telji jörð vora
„allan heiminn“, að hann einmitt telur hana vera eina
af hinum ófullhomnustu byrjunarstödvum lífsins.
Það er mjög þýðingarmikið, að festa sér þessa skoð-
un vel í huga þegar í upphafi, því hún er undirstöðu-
atriði.
Lífið, segir hann, er stöðug leit eftir auknu sam-
bandi til þess að geta lífgað hið lifvana og náð því
undir sín lögmál. Tilgangur þess er ekki sá, eins og
trúarbrögðin hafa haldið fram, að losna úr viðjum efn-
isins og þróast síðan áfram á andlegum tilverusviðum,
heldur sá, að vaxa fram til ávalt fullkomnara sambands,
til sambands við lífið í öllum heimi, unz alt efni hefir
verið vakið til meðvitundar um tilgang lífsins og allur
heimur er orðinn að lifandi, alfullkominni veru, —
oiðinn guð.
Þetta er kenningin um hið mikla samband, en hún
er þungamiðjan í heimspeki dr. Helga Pjeturss.
Tilveruna má hugsa sér sem öldu af öldu, út frá
þeim frumkrafti, sem öllu kemur af stað. Á miðstöðv-
um þess kraftar er lífið fullkomnast, fullkomnara miklu
en vér getum gert oss í hugarlund. Miðstöðvar þessar
eru því eins konar útvarpsstöðvar lífsorkunnar, og tak-
mark þeirra er það, að skapa sér hæf viðtæki úr hin-
um ófullkomnustu efnum hnattanna. Straum þann eða
orku, sem gengur frá stöðvum þessum út um alheim
og snertir jafnvel yztu tilveruhringi sköpunarverksins,
nefnir dr. H. P. lífgeislan eða lífmagn, og má til
skilningsauka bera það saman við Ijósgeislan eða ljós-
magn og rafgeislan eða rafmagn. En þess ber þó að
gæta, að hraða ljósgeislans og rafgeislans verður að
telja nær því kyrstöðu í samanburði við ómælanlegan
hraða lifgeislans.