Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 39
ibunn
íslenzk heimspeki.
Mörg og mikil tíðindi gerast nú á jörðu vorri. Pað
er barist með vopnum úr stáli og gulli, barist með
tungum og pennum, með meiri hamförum og úrslitaþrá
en dæmi eru til áður. Alt mannkyn stendur á öndinni,
titrandi af þenslu og æsingi — og bíður pess, er koma
skal.
Á slíkum tímum verður rödd hins kyrláta spekings
að hrópandans rödd á eyðimörku, sem hljóðnar og
liverfur í ysi og þysi mannabygða. Viðátta lifsins og
óendanleiki gleymist í skugga nærgöngulli viðfangsefna
og frumstæðari. Atvinnulaus og hungruð öreigastétt
hrópar á brauð. Það er brauðið, sem koma skal næst.
Alþýðan heimtar hin einföldustu skilyrði til að geta
lifað þessu jarðneska lífi sæmilega, áður en hún tekur
í mál að hlusta fyrir alvöru á boðskap um annað líf.
— Því hver getur staðhæft, að það annað líf verði hót-
rnu betra? Hver getur ábyrgst, að þeir, sem jarðvistin
hefir gert að öreigum eða glæpamönnum, verði þess
um komnir að taka þátt í fullkomnara framhaldslífi?
Þannig má lengi spyrja.
En jrrátt fyrir alt mun pó hin þögla könnun á eðli,
tilgangi og framtíðarmöguleikum lífsins seint verða
kveðin niður, — í prjózkulegri dauðahryglu smælingj-
ans felst djúpsett þrá eftir fullum sigri yfir takmörkum
tilverunnar.
Allsleysinginn, sem hrópar á fæði, föt og húsnæði, er
yngri bróðir spámannsins, sem hefir að vísu máske eitt-
hvað til að bíta og brenna, en hrópar pó, engu minna
hungraður og þyrstur, — á lausn lífsgátunnar.
Iðunn XVII.
3