Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 116
110
Undir krossi velsæmisins.
iðunn
höfund þessarar makalausu ræðu í öll þessi ár. Hefi ég
ekki þar til öðru að svara en þvi, að ég hefi reyndar
haft ýmsa smásnúninga aðra.
Á. Jak. sér sér færi á því að vega að mér sem skóla-
manni og manni, sem fæst við uppeldi æskulýðs. Ekki
veit ég til, að honum séu ]iau störf mín kunnug, finst
það álíka viturlegt af honum, eins og ef ég færi að'
dylgja um búskaparlag hans og vinnubrögð norður á
heiðum í Þingeyjarsýslu. Um þetta farast Á. Jak.
svo orð:
„Þegar S. E. gerir kröfu til æskunnar um sjálfstamn-
ingu, sem miði til mannlegs þroska, þá verður hann að
taka tillit til þeirra staðreynda, sem fyrir hendi eru, og
sem leiðandi maður leggur hann sitt fram til þess að'
æskumanninum sé mögulegt að uppfylla þá kröfu.“
Og hvert er svo framlagið, að dómi Á. Jak., sem
þannig tekur að sér að meta störf mín, sem hann þekkir
að engu? Það er nú ekki beysið, maður guðs og lifandi!
„Alls staðar er auðvirðilegum eiturnautnum hampað
framan, í æskuna, og svo bætist við myndamótun skáld-
anna af því lægsta og dýrslegasta í mannlífinu. Þetta
vill S. E. að æskan hafi sér til aðstoðar."
Slík staðhæfing er alt of auðvirðileg til þess að henni
sé svarandi. En „alþýðumaðurinn" Á. Jak. á ekki auð-
valdsblaðið Vísi eitt að samherja. Morgunblaðið kom í
vetur með illvíga róggrein um kennarastörf mín, af sama
toga og þessi ummæli. Hvert einasta mannsbarn í borg-
inni vissi, að þar var vegið að af pólitísku hatri. Þeirri
grein var svarað af æskumönnunum sjálfum, svarað
af svo miklum þunga og röggsemi, að blaðið sá sér
ekki annað fært en að birta það. Og blaöið lét þess
gelið, svo sem eins og til þess að skýra undanhaldið,
að nemendur mínir væru svo vel mannaðir í ár, að