Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 161
1ÐUNN
Eldhúsið og gestastofan.
155
En Jósep Sumarliðason geispar í laumi, pví hann er
hundheiðinn, þótt frúin ræði lítt um það, nema pá við
nánustu vini sína. Hann vill nú sveigja samræðurnar í
■aðra átt.
„Hvernig hefir erindið gengið, Jón? Vill eklti bankinn
lána pessa upphæð, sem þú fórst fram á?“
„Pað strandar alt á pví, að karlarnir vilja ekki fram-
lengja víxlana. Ég hef verið önnum kafinn bæði nótt
og dag í þessu þjarki, við að skrifa, síma og fleira,
síðan ég kom hingað seinast. Hef bara ekki um annað
hugsað. En verði ég heppinn með útgerðina í sumar, er
engin hætta fyrir ábyrgðarmennina. Ég hef þá nú líka
að nokkru leyti í minni hendi, að minsta kosti þá, sent
eru mínir viðskiftamenn, enda býst ég við, að þeir láti
undan, þegar ég tala við þá betur.“ —
Að klukkustund liðinni er staðið upp frá borðuin.
Húsfreyja tekur bolla af borðinu og ber fram í eldhús.
„Öttaleg forsmán er að sjá þetta! Fiskspaðinn hangir
þar sem ausan á að vera. En ausan? Hvar er hún?
Hafið þér étið hana?“
Rúna gerir auðsjáanlega enga kröfu til, að svo „hátt
standandi" kona noti almenna kurteisi svona heima hjá
sér. Hún svarar rólega:
„Nei, ég hef víst gleymt henni uppi á lofti, þegar ég
sótti hveitið.“
„Þér vitið þó að ég vil hafa hvern hlut á sínum stað.
— En þér hafið víst ekki tekið yður fyrir að þvo
loftið?“
Reyndar er frúnni vel kunnugt urn, að Rúna hefir
haft meira en nóg að gera þenna dag, en Rúna ætlast
ulls ekki til að frúin skilji það og játar, að hún hafi
ekki þvegiö geymsluloftið.