Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 40
34
Islenzk heimspeki.
IÐCJNPí
Það eru steinaldarmennirnir, hinir kyrstæðu, ránfúsu
fjárplógsmenn og valdabraskarar, þessir blágrýtishnull-
ungar í salti jarðar, sem ysnum og pysnum valda og
kæfa raddir spámannanna með miskunnarlausri and-
spyrnu sinni gegn eðlilegum almenningsrétti til hinna
einföldustu ytri lífsgæða.
Því enn eru spámenn til, enn eru til pessir ópreytandi
andar, sem ganga á tal við guðina í svefnhúsi sínu —
og leita frétta.
Hér verður nokkuð sagt af einum slíkum, — það er
bara verst, að hann er íslenzkur.
Árin 1919—22 kom út hér í Reykjavík allmikið rit„
sem Nýall nefndist, og árið 1929 minni viðbót, sem hét
„Ennýall". Höfundurinn var áður þjóðkunnur og meir
en pað, dr. Helgi Pjeturss, jarðfræðingur, norðlenzkur
að kyni. Gáfur mannsins og rannsóknarhæfileikar höfðu
vakið eftirtekt, — en hér skar úr um mikilleik hans.
Það var hvorki meira né minna en mjög nýstárleg drög
til íslenzkrar heimsfræði og líffræði, sem hér var bor-
ið fram.
En það hefir verið undarlega hljótt á islenzkum vett-
vangi um pessi merkilegu rit. Því merkileg eru þau,
hversu svo sem um kenningar peirra kann að mega
deila. Að hugsun og málfari eru pau einstæð í bók-
mentum vorum. Sjaldan mun skygnari andi hafa horft
út í geiminn frá pessu landi, og sjaldan mun tunga
vor hafa túlkað mannlega hugsun með meiri tíguleik
og ljóma.
Tilgangurinn með greinarkorni þessu er engan veg-
inn sá, að leggja dóm á vísindagildi pessara verka.
Það er ekki á mínu færi, enda liggur meginhluti peirra
á sviðum, par sem erfitt er um almennar sannanir, að
minsta kosti enn sem komið er. Hins vildi ég freista,