Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 76
70
Nauta-atið.
IÐUNN
stað, og tilræðismaðurinn á að standa fyrir framan
nautið í ákveðnum stellingum. Hann á að gera nautið
viðutan með slæðunni, og þegar það er orðið lamað
af efa og ráðaleysi, verður hann að vera skjótur eins og
brandur til að leggja. Honum ferst þetta óhöndulega,
og fólkið dengir yfir hann háði. Mér finst þetta líka
hafa tekist skammarlega og hrópa „ræfill“ niður yfir
höfuðið á honum. 1 fimta sinn lætur fjandinn honum
heppnast lagið. Hann hörfar aftur, kafrjóður og skömm-
ustulegur. Engin fagnaðarlæti.
Handfang sverðsins og tveir þumlungar af blaðinu
standa nú upp úr hrygg nautsins. Hitt stendur álnar-
djúpt inn í það. Og nú keinur að þvi, að okkur gefist
að sjá, hvort lagið er gott, hve lengi boli muni afbera
það. Hann engist, stendur grafkyr, skýtur kryppu upp
úr hryggnum. Blóðið vellur og hvíslast frá grönum
hans, honum blæðir inn. Tarfurinn virðist ekkert botna
í þessu. Hann reigir svírann aftur á bak til þess að
einbeita sér um kvaladepilinn, og af því að þessar
stellingar eru heppilegar til þess að baula, notar liann
tækifærið til þess. — Mbö! I gegn um vitund mína
liða grisjaðar slæður af sumarhugð: Grænt engi, renn-
andi á og einstakt baul í fjarska.
Litlu síðar tekur bolinn að skjögra. En ertingamenn-
irnir leyfa honum ekki að skjögra eins og verkast vill.
Þeir hringsóla trúlega í kring um hann með skikkj-
urnar sínar, og hann heggur eftir þeim með klúnnalegu
höfðinu og hoppar eins rösklega og hann getur. Alt í
einu detta honum þessar fjósdyr aftur í hug. Hann fær
aðkenningu af heimþrá og skrefar þvert yfir sviðið,
eins og maður, sem ber ölvun sína helzti ábærilega, en
þó í vissa átt.
En bolinn fær ekki að fara í neina vissa átt. Hann