Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1933, Blaðsíða 88
82
Á guðsríkisbraut.
IÐUNN
fausknar upp innan himinhárra múra af ólnigsuðu orða-
glamri, sem þér tyggið upp eins og hálfvitar eftir kenni-
völdum yðar. Og ef þetta kennivaldið hættir að fuil-
nægja óskum yðar, hlaupið þér yfir til hins næsta, og
þannig flýið þér úr einni prísundinni í aðra, þar til
dauðinn gerir enda á þrældómi yðar með því að her-
leiða yður undir áþján nýrra kennivalda.
Eftir að þessi kennivöld yðar og drottinvöld hafa
náð tangarhaldi á smædd yðar, verða þau að vaka
yfir yður eins og óþægum búsmala, skríða fyrir yður,
skjalla yður, hræsna fyrir yður og ala yður á látlausum
lygum og blekkingum til þess að missa ekki fylgi yðar.
Pau lifa í hvíldarlausum ótta við það, að þér umgangist
hættulega menn, verðið fyrir óhollum áhrifum, smitist
af skaðlegum skoðunum, lesið skynsamlegar bækur,
svíkið þau síðan og strjúkið undir önnur kenni- og
drottin-völd. Og ef þau sjá fram á, að þau rnissi samt
sem áður taumhald á hjarðareðli yðar, hefta þau yður
með ströngum lagasetningum, umgirða yður með vopn-
uðum ríkislögreglum, einangra yður frá hættulegum
skoðunum, banna útgáfu hættulegra blaða yðar vægna,
brenna fyrir yður hættulegum bókum, tjóðra yður við
fáránlegar trúarhugmyndir, hóa yður saman á torg og
gatnamót til þess að skálma undir fíflalegum fánaveif-
ingum, láta yður belja kjánalega ættjarðarsöngva og
steyta yður upp í morð og styrjaldir „fyrir guð og
föðurlandið". Þannig halda þau áfram að útjaska yður
eins og ótemjum, þar til þau hafa upprætt með rótum
þann veika vísi til sjálfstæðs hugsunarþroska, sem
byrjaður var að blómgast innra með yður. Og þér
fallið fram í nekt einfeldninnar og tilbiðjið þessa kúg-
ara yðar eins og frelsara og guði.
1 jarðvegi þessa veikleika þróast rót allra blaðalyga,.